Gestabók

Skrifa í Gestabók

  • Skráðir notendur gefi upp notandanafn og lykilorð efst á síðunni og skrifi svo færslu í reitinn hér að neðan. Gestabókarfærslan birtist strax.
  • Óskráðir notendur geta einnig skrifað færslu, en verða beðnir um nafn og netfang eftir að smellt er á "Senda". Þeir fá staðfestingarslóð senda í tölvupósti og þurfa að smella á hana til að gestabókarfærslan birtist.

Gestir:

Helga....

Langaði bara að skella á þig smá kveðju á síðustu metrunum... hlakka til að fá að sjá þig á morgun. Tíminn er fljótur að líða en þín er sárt saknað... mest af Jóa skilist mér. Býð sjálfri mér (og Steinari) í mat.... eða allavega í heimsókn. Love you... Kv, Heba

Heba Úlfarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 12. feb. 2009

Maggi & Vilta Villa

Elsku Maggi, Vilborg og þið öll hin. Takk f skemmtilegt blogg. Soldið sein að senda kveðju en betra er seint en aldrei. Þetta er greinilega búin að vera frábær ferð hjá ykkur og búin að hugsa til ykkar. Góða heimkomu. Ella.

Elín Brynjólfsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 12. feb. 2009

Hola amigos

Njótið síðustu augnablikanna, landið fagra-kalda bíður ykkar í allri sinni dýrð. Við í Afríkuferðinni erum búin að fínpússa takkaskóna! Takk fyrir frábært blogg! Góða heimkomu Björg

Björg (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 12. feb. 2009

Áhöfn FI-1452

Á síðustu metrunum..

Bara að skjóta á ykkur kveðju, búið að vera gaman að fá að fylgjast með ykkur á hringveginum. Maður kannaðist við eitt og annað :-) Flýtið ykkur svo bara heim, hún Björg Jónasar bíður á takkaskónum eftir að rífa af ykkur vélina og komast til Afríku - byrjuð að blogga heima hjá sér um lífið við Strandveginn í Gbæ og myndir af Bessastöðum komnar inn á Afríkuleiðangurinn. Þetta gengur ekki..!!. Allavega, fly low and slow...and throttle back in turns... kær kv Oddur Síverten bóndi á Skálabrekku III, Þingvallasveit (OHA)

Áhöfn FI-1452, mán. 9. feb. 2009

snillingar

sigling á Níl, þá hugsar maður til Móse litla í körfunni, skilur á milli greindarvísitölu undir hundrað og yfir....bloggið ykkar er frábært...innihaldsríkt og fræðandi...þið fóruð aldrei Jokipur var það ??????? Ínör, ekki fá you know what núna í enda ferðar, magadansmeyjarnar boy oh boy....ég á búning Ænör....Pálmi er í leikhúsinu fös, lau og sun nk. .. Helga mín, Vilborg og Fía, þið eruð meiri konur eftir að hafa farið hringinn með Ínör/Ænör, alveg eins og við SHJ, SIJ og ASH urðum meiri konur eftir að við tókum 10 slátur í fyrsta sinn í haust ! Life is a challenge...........

Dilly og Dolly (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 9. feb. 2009

Elsku Vilborg

Bíðum spennt eftir póstkorti , ) hlökkum til að sjá þig um helgina... Nýja eldhúsið hennar mömmu kemur hrikalega vel út.. mjög smart.. Þú heldur svo tískusýningu fyrir okkur þegar þú kemur heim.. hér eru allir meira í ullarfötum og kuldagöllum , ) Risaknús frá okkur öllum, xxx þín

Bryndís E. Jóhannsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 9. feb. 2009

Fía, Stulli og co.

Frábær mynd af ykkur á ÚLFALDABAKi! Erfitt að toppa þetta. En Stulli það verður á 5 ára planinu hjá okkur ekki satt? Okkar atriði var betra þarna um árið á kamrinu, þó ekki kannski á mynd! Mér finnst þetta vera orðið nokkuð gott hjá ykkur þarna í Dubai og Jokipur og svo videre...Bara drífa sig heim foks :)

Sgiríður Valdimarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 9. feb. 2009

Elsku Helga

Gaman að fylgjast með ykkur á blogginu. Helst langar manni að vera þarna með ykkur, þetta er án efa mikið ævintýri. Bestu kveðjur úr Safamýrinni. Hlakka til að sjá þig þegar þú kemur heim. Auður Björk

Auður Björk (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 8. feb. 2009

Elsku mamma.... (Helga)

Gaman að sjá allar myndirnar og fá að upplifa heimsferð í gegnum skrifin ykkar. Djöfull öfunda ég ykkur. Allt er gott að frétta af okkur, skóli og vinna hjá mér eins og alltaf og líka nóg að gera hjá Steinari. Sakna þín mest, það var frábært að fá að heyra í þér á afmælisdaginn þó það hafi verið næstum ennþá nótt :) Takk æðislega fyrir póstkortin.... Konan í íbúð 5b biður að heilsa.... og líka við hjónin í 3b :)....... Hlakka til að lesa meira um ferðir ykkar og sjá myndir. LUV you & miss you Kv, Heba & Steinar

Heba & Steinar (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 8. feb. 2009

Hæ kæra áhöfn

Bara kasta kveðju og þakka ykkur fyrir frábært blog. Mjög gaman að fylgjast með og skoða myndir. Nú er farið að styttast í heimferð! Njótið og passið ykkur á bílunum í Cairo, Vilborg segir ykkur allt um það. saknaðarknús af Klakanum. Sigga Toll

Sigga Toll (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 6. feb. 2009

Í fréttum er þetta helst....: urrrrandi gaypride á Alþingi alla daga......

Maggi maggi magggg!!!! Ætlarðu að láta færið í fjöllunum fara framhjá þér..??? Villla villa villll!!! Ertu komin með ANNAÐ tattoo..? Jæja börnin góð..., mér sýnist á blogginu að þetta sé að stefna í góðan túr hjá ykkur, alveg hreint furðulegur fjandi hvernig það er nú hægt með þessa áhöfn samansetta.....? Annars bara njótið ykkar í botn og reynið nú svona once að hafa það gaman!!

Berglind Þráins btr (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 6. feb. 2009

Helga..

Mig langaði bara að kasta á þig kveðju elsku mamma mín. Ástar- og saknaðarknús og kossar;) Lovjú:)

Svana (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 6. feb. 2009

Helga og fílahjörðin

Bestu kveðjur til allra. Hef svolitlar áhyggjur af Einari því hann þarf að passa sig í sólinni. Spurðu hvort hann muni eftir Kanarí fyrir nokkrum árum, þegar hann var bleik-rauður á annari hliðinni og snjóhvítur á hinni. Að vísu fór hann ekki í sólbað fyrr en sól var í hásuðri. Nú ÞI farin að kvarta og kveina að enginn sakni ykkar eða sendi kveðjur. ÞI núna fatta, ÞI ekki ómissandi, ÞI geta vera lengi, lengi í burtu og altílæji, pínu svekk.......en áfram góða ferð. Reynið að kynnast einhverjum SJEIKUM sem geta bjargað okkur á þessu Guðsvolaða landi. Knús Birna K.

Birna Katrín (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 6. feb. 2009

kæra áhöfn

Mikið var gaman að hitta ykkur í LA og svaka skemmtilegt að fylgjast með ykkur hér á blogginu:) njótið síðustu daganna, kuldinn hér heima er víst ekkert að fara;) Bestu kveðjur til ykkar allra með vetrarsól í hjarta, Inga Lár.

Ingibjörg Lárusdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 6. feb. 2009

Ástarkveðja til mömmu Fíu

Hæ mamma mín!. Vonandi er rosalega gaman hjá þér. Var ekki gaman á fílsbaki? Get ég prófað svoleiðis í staðinn fyrir hestanámskeið í sumar? Allt gott að frétta af okkur. Alltaf verið að bjóða okkur í mat en annars er pabbi líka duglegur í eldhúsinu. Ég er alltaf að æfa mig í Singstar og er algjör stjarna. Nú er bara vika eftir og ég hlakka til að fá þig aftur. Kossar og þúsund öryggiskossar til þín. Bið að heilsa öllum. Þín Aníta Sól

Aníta Sól (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 6. feb. 2009

Vilborg og Maggi!

Vonandi dugðu peningarnir sem ég lét ykkur hafa til að kaupa demanta handa mér í Dubai! En HALLÓ ætlið þið að vera endalaust lengi í þessari ferð?? RISA knús til ykkar Gurrhildur

Gurrý (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 5. feb. 2009

Hæ mamma (VIlborg)

Margt og mikið er búið að gerast meðan þú ert búin að vera í burtu. Brói fer á nemó í kvöld (5.02.09)hann var á sýningu í dag, svo ég og pabbi verðum ein í kotinu í kvöld. hlakka til að fá þig heim og sakna þín rosalega. Skemmtu þér vel og gangi þér vel. 100 kossar og 1000 knús. Aly

Alex (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 5. feb. 2009

Hæ Gunnar minn.

Ég var að koma frá Svövu,hún bauð mér í fiskibollur alltaf jafn gott að borða hjá henni.Krakkarnir eru voða spennt að fá þig heim.Hér var 11 stiga frost í morgun,hrikalega kalt.ÉG fór með bílinn í ástandsskoðun í dag og gekk það vel.Hlakka til að fá þig heim. Gugga.

Gugga (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 4. feb. 2009

Frú Marengss...

Hæ Fía mín frábært að fylgjast með öllu þessu flakki á ykkur.Til hamingju með stóru og skemmtilegu stelpuna þína hana Anítu Sól.Auðvitað er verið að baka í kringum mína vertu á tánum og fylgstu nú með fyrir okkur.Ég og mínir biðja að heilsa Haukakallinum upp með hafnfirsku ættfræðibókina hafnfirðingurinn þinn.kveðja og knús Halldóra.

Halldóra Einars. (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 3. feb. 2009

Hæ Fía og áhöfn

Gaman að fylgjast með þvælingnum á ykkur. Til hamingju með Anítu þína í dag 3 feb. Það tókst að redda singstar dæminu. Nú vantar bara eyrnatappa af bestu gerð. Knús Sigga

Sigríður Valdimarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 3. feb. 2009

Hæ elsku mamma mín

Það virðist aldrei vera lognmolla í kringum áhöfn 1444.. gaman að sjá myndirnar hlakka til að sjá fleiri. Jói er blár af sökknuði og situr sem fastast í sófanum með fjarstýringuna að flakka milli rása til að láta tímann líða þar til hann fær að hitta frúnna að nýju! Aron er sennilega puttabrotinn, ekkert heyrt í hjónakornunum og sjálf er ég í fullu fjör og bíð í ofvæni eftir að sjá hvað þú keyptir á litla dýrið (mig):D .. vona þó að þú hafir ekki gert aðra tilraun til að kaupa brúðarkjól því það er ekkert brúðkaup á næstunni hjá mér neitt.. nema þú komir heim með myndarlega soninn :D Hafið það gott og love you long time;)

svana (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 3. feb. 2009

Kveðja til Gunna frænda!!!

Góða ferð Gunni frændi á þessari líka ævintýraferd, gaman að fylgjast með ferðasögunni.

Snúlla og Zoe (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 3. feb. 2009

ég saknar thig mjög, mjög mikid

Ínör, ég bida núna lengi og thu aldrei koma. Ég dansar allur kvöld á Goldfinger og thu bara ekki koma ! Ég núna kaupa nýjan búningur, svuntar og kústur til að thurrka rykid af med fjadrir. Núna alltaf koma nýjur madur, Gunnar í Krossinn, bidja mig koma dansa í kirkjan sín, ég ekki vita hvad thu vilja Ínör ??? Thu koma fljótt heim til Dolly, ekki ??

Dolly (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 2. feb. 2009

Elsku Vilborg

Gott að heyra að allt gengur vel og að þið skemmtið ykkur við ný ævintýri á hverjum degi !! Heyrst hefur að Ástralía sé ein logandi rúst eftir dvöl ykkar þar. Meðan að þið ferðist hinumegin á hnettinum höfum við notið einstakrar fegurðar Íslands, þar sem allt er snjóilagt og glitrandi. Sakna þín ! Risa knús Fúsi

Sigfus B (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 1. feb. 2009

Hæ afi Gunnar og allir hinir!!

Við skoðum síðuna á hverjum degi - rosalega gaman að fylgjast með ykkur! Sendum risahlussusaknaðarknús til afa og hlökkum til að fá hann aftur heim :0) Kveðja frá Malínu, Gunnari og Jakobi. p.s. Afi, við fórum áfram í júróvisjón í gær!!

Svava Gunnarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 1. feb. 2009

Maggi ,Vilborg,Gunni

Hæ Maggi, Vilborg, Gunni og áhöfn! Gaman að fylgjast með ykkur og sjá að ykkur gengur vel, en það væri gaman að fá fleiri myndir. Sérstaklega af Vilborgu í hænubúningnum frá Páskaeyju, hann er svo flottur að ég er viss um að hún gæti flogið í honum ef hún reyndi...... Maggi!!... ertu búin að æfa Rapa Nui dansinn sem þú lofaðir að dansa á árshátíðinni fyrir okkur MAS félaga? Get ekki beðið að sjá hann. Gunni!....ég treysti á að þú sért búinn að fara með hópinn í menningarferð, skoðað list í Patpong og frætt þau um menningu landsins. Knús handa ykkur öllum líka handa karlinum sem knúsaði mig í rananum í kef... Kv Bassi. Ps bið að heilsa hó....mömmunni á horni Silom Rds og Suriwong Rds

Loftur K Vilhjálmsson (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 1. feb. 2009

Hæ Helga og Sturla

Kær kveðja til ykkar ,frábært hjá ykkur og njótið ferðarinnar.knus og kram Lára Steph

Lára Stephensen (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 1. feb. 2009

Sæll Gunni minn

Kær kveðja frá mömmu og öllum Hornaflokknum.Vonum að allt gangi sem best.Njóttu þess að upplifa heimsreisuna, fylgjumst með ferðasögunni.

Þórunn Gunnarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 31. jan. 2009

Hello My Dear Helga

It's Friday January 30th here in Riverton, Manitoba. I'm sure you are having a great time. We hear it is very, very hot in Australia. I would love to be there with you. We've been watching the news from Iceland.....I think you should come work for us on the farm this summer. Talk to you later. Love you, Wanda

Wanda Anderson (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 31. jan. 2009

Risaknús til Fíu!

Elsku Fía mágkona! Vonandi er alveg geggjað gaman hjá þér,getur ekki annað verið:) Það væri nú gaman að sjá fleiri myndir af ykkur spóka um á stöðum sem maður kemur líklega aldrei til með að fara á!! Hugsa sérstaklega til þín núna,hvar sem þú ert.....hér er skítakuldi og allt í snjó en samt ótrúlega fallegt veður,sól og Esjan í öllu sínu veldi;) Hlakka til að sjá þig aftur skvísan mín...kallinn þinn og börn koma aftur til mín í mat í kvöld og Aníta ætlar að sofa,svo fara þau í bústaðinn til mömmu og pabba á morgun. Knús og kossar til þín;) Kveðja: Hildur Hallvarðsdóttir

Hildur Hallvarðsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 30. jan. 2009

Hæ Þorgeir minn

Takk fyrir kveðjuna. Þetta hlýtur að vera algjör ævintíraferð,gott að allt gengur vel og góða ferð. Bestu kveðjur Helga systir.

Helga Haraldsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 29. jan. 2009

Sigrún..

Myndirnar eru neðst á myndasíðunni. Þú verður að skrolla neðst til að sjá byrjunina:)

Svana (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 29. jan. 2009

myndahvarf

kvöldið kæru vinnufélagar! Myndirnar er horfnar há ykkur á þessari fínu síðu!! Góða ferð áfram Bkv. Sigrún Jóns

Sigrún Jónsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 28. jan. 2009

Helga.. Helga.. vinsamlegast beðin um að koma að upplýsingum!!!

Já það má með sanni segja að maður sé grænn af öfund hérna hinu megin á hnettinum.. en betri helmingnum samt þrátt fyrir örlítið sólar og hitaleysi annað slagið! Haldið áfram að hafa það gott og gaman:) Love you elsku mamma mín. Kossar og knús til ykkar. Kv. Svana:)

Svana (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 28. jan. 2009

Kveðja frá Boston

Kæra áhöfn. Sendum okkar bestu kveðjur héðan frá Boston.Vilborg mín þú klikkar aldrei á kökushowinu þínu. Massa flott að venju. Hafið það sem allra best og skemmtið ykkur vel. Knús og kossar frá Jónu Lár og Ásdísi Jóns

Jóna Lárusdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 28. jan. 2009

Maggi minn...Maggi Maggggiiii....!!!!

Bláfjöllin orðin verulega góð....massasnjókoma í fjallinu í dag og geggjað færi...GEGGJAÐ. En ætli þér sé ekki skítsama um það núna... Whatever, ertu ekki að safna hráefni frá öllum stöðunum fyrir veisluna miklu!!!??? Tekurðu ekki bara kjúklinginn á food market í Cambodiu? Náðirðu góðu svínakjöti í einhverjum bakgarðinum á Samoa... Ekki láta Gunnhildi vita af því, hún elskar lifandi svín mannstu.... Hlakka til að fá hráefnið ferskt og fínt heim og þig í skipulagningu. Dagsetningin er aftur komin á 7. Better be off þá! Knús á liðið.. Berglind Þráins btr

Berglind Þráins (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 27. jan. 2009

Kveðja frá Sibba litla bró og fjölskyldu

Af hverju var ekki uppáhaldsbrósa boðið með í þessa ferð?? :) Þetta hljómar all svakalega skemmtilegt hjá ykkur öllum og er ekki laust við að nettrar öfundsýki gæti hjá manni þegar maður er hér staddur í snjó og kulda í veðraparadísinni Grindavík :)

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 27. jan. 2009

Kveðjur til ykkar down under

Frábært að fá fréttir af ykkur hérna. Þó maður vilji lesa aðeins meira af ævintýrum ykkar. Ég vona að þú sért með lyfjaskápinn meðferðis, Fía mín þegar þú dregur farþegana í hlaup á morgnana... eða kannski dugar skyndihjálp 101. Hlökkum til að heyra frá þér/ykkur. Kveðjur til allra, þúsund kossar og öryggiskossar til þín, Fía mín Kallinn, Andri Kristinn og Aníta Sól

Ágúst Hallvarðsson (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 27. jan. 2009

g´day shelas and blokes !

Þá mun Samóa vera að baki og Sidney í höfn. Hvernig er nú sumarið þarna suðurfrá ? Hortensíurnar í blóma ? Fariði varlega í kengúrurnar...þær eru svo mikil krútt ! Var að koma úr bíó, fór auðvitað á ´Australia´ ykkur til heiðurs. Hér gengur lífið sinn vana gang í rækjusalatinu....látið ykkur ekki leiðast...knús Dilly

Dilly (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 26. jan. 2009

HÆ HÆ

Mikið er gaman að fylgjast með ykku elskurnar. Fía mín verst að ég var ekki búin með mokka bikiníið sem við erum að hanna á þig í sameiningu (vissi ekki í hvora áttina ullin átti að snúa). En eg veit að þið sláið öll í gegn þarna. Elsku Vilborg mín Stórt KNÚS og KOSSAR Ásdís

Ásdís Jónsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 25. jan. 2009

Páskaeyjar :)

Hæ,hæ öll saman :) Páskaeyjar,þetta er nú meira ævintýrið.Þvílík eyja og allar þessar steinstyttur,halló hvaðan koma þær,hvernig voru þær færðar til o.s.frv. Skoðunarferð um eyjuna var einmitt 6-7 tíma hjá minni áhöfn og þessi eldgígur þarna,hvað er í gangi.... Knús og kremja til ykkar allra, Kiddi Möller (KEM) í málningarvinnu þessa mánuðina og hlakkar mikið til að komast aftur á línuna og vera einmitt með ykkur :)

Kiddi Möller (KEM) (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 25. jan. 2009

Haraldur Þór

Kveðjur

Kærar kveðjur úr stjórleysinu á Íslandi Fía mín. Spurning hvenær við förum í svona ferð saman:) kv. Halli bróðir

Haraldur Þór, sun. 25. jan. 2009

Hlakka til að sjá myndir ; )

Gott að allt gengur vel... hver veit... ef til vill verður komið nýtt Lýðveldi - nýtt Ísland þegar þið komið til baka , ) en engin ástæða að spá í það á Páskaeynni góðu! þegar ár hins iðjusama og heilsugóða Buffaló er að ganga í garð , ) það hlýtur á gott að vita! Annars sendir Sóldís sérstaka kveðju en dregur í efa að það sé yfirhöfuð til eyja sem heitir þessu undarlega nafni og veltir fyrir sér hvar þú sért eiginlega niðurkomin... Salka vill sjá og spyr um Jólaeyju... Sýni þeim myndir þessu til sönnunnar þegar þær koma inn , ) Búin að hitta Ásdísi og fá dásamlega passlega og hrikalega flotta nýja húfu... þú veist elskan mín... mikið vit í stórum kolli ; ) Vertu dugleg að skrifa í grænubókina, bið að heilsa hinum... sérstaklega frænku Gurrý , ) ást og milljón kossar, Bidda systir

Bidda systir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 25. jan. 2009

Have fun á Páskaeyju

Hæ öllsömul. Maður fær bara flashback að lesa um Páskaeyju. Það er frábært þarna. Og male dansararnir í showinu er ekkert slæmir.Elsku Stulli og Helga hafið það sem allra best og auðvitað öll hin líka. Njótið í botn. Bestu kveðjur

Margrét Einarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 25. jan. 2009

Olikt høfumst vid ad

Vid viljum senda Thorgeiri og Einari okkar bestu kvedjur fra snjo og slyddu her i Noregi, Mer heyrist a øllu ad fer sem thessi se snidinn fyrir minar tharfir. Nu reynir a hæfileikana ad smyrja. Kvedja Stenni og Linda

Stenni (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 25. jan. 2009

Þetta er nú meira eðal, eðal, eðal - fólkið.

Elskurnar mínar ég öfunda ykkur ekki neitt...NOT. Ég veit að þið munið njóta í botn. Og fyrirgefið frú Hólmfríður Helga nýtt hárdú og ég ekki látin vita. Fer þér hrikalega vel!! Vilborg, fékk fréttir af þér í gegnum snyrtidömu, u know who beib. Bestu kveðjur til ykkar allra og verið góð við yfirkrúttið hann Einar sjóara. luv Auðný

Auðný Vil..... (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 24. jan. 2009

Æðislegt að allt gengur vel

Flott síða! Sit hér með Arnór Mána sem er 2ára og er afastrákurinn hans Þorgeirs og er að sína honum myndirnar og kallar hann bara afiiii. Við biðjum að heilsa öllum í þessari frábæru ferð, sérstakleg Þorgeiri eiginmanninum og Einari

Kolla (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 24. jan. 2009

Gúnna

Góða ferð og góða skemmtun

Dillý er nú ekki alveg nógu vel upplýst. Það var sko líka 15% af öllum vörum í Marshalls í fyrradag, þannig að afslættirnir bara þjóta frá ykkur, híhí. Mun fylgjast með ferðalaginu ykkar - risaknús og kær kveðja frá Mótmælaeyju.

Gúnna, lau. 24. jan. 2009

Helgu fögru

Brixen hér, karlinn í bóndadagssjúss og grilli, höldum honum góðum. Hann var reyndar eitthvað að tala um einhverja au-pair sem bíður heima.... I know you couldn´t care less. Sá litli ljóshærði lætur örugglega sjá sig líka -SVANGUR-. Knús frá Birnu K. Ella og þessum sem er alltaf að flýta sér. Love around the world.

Birna Katrín Sigurðardóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 23. jan. 2009

Loksins,loksins.

Já loksins komu fréttir,hélt að ritarinn væri kominn í frí haha.Það er sko farið inn á síðuna oft á dag.Gaman að heyra að allt gangi vel,enda flottur hópur á ferð.Bestu kveðjur til allra-sérstaklega til eiginmannsins Gunnars.

Guðbjörg (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 23. jan. 2009

Páskaeyja...Iceland calling.....Páskaeyja....

Eyjan er ein, af hverju segja svona margir PáskaeyJAR ???? Misstuð af 15 % afslætti af snyrtivörum í dag í Debenhams, stelpur! Oft er betra heima setið..... Var haninn ekki örugglega lifandi og vaknaði kl 04.30 í Hanga Roa ??? Te Pito o te Henua er núna hérna á Íslandi,( nafli alheimsins)...búið að brenna jólatréð og bekkina á Austurvelli og kasta mannaskít í alþingishúsið. Og þið bara að frílista ykkur á Rapa Nui. Ínör, haltu Vilborgu frá dönsurunum mínum, please......Dillissimo

Dilly (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 23. jan. 2009

Hæ elsku Fía og þið öll

Bestu kveðjur og knús héðan af klakanum. Fía mín endilega pikka upp einn skrautlegan 'nálarpúða' fyrir hinn fótinn!

Sigríður Valdimarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 23. jan. 2009

Krúttin mín Vilborg og Maggi

Ég er svo mikið með ykkur í anda að það hálfa væri nóg!! Fór á ljósahátíð á Laufásborg í gær þar sem allir áttu að koma með höfuðskraut og mín mætti að sjálfsögðu með fjaðrir frá Páskaeyjum!! Fór svo í ræktina áðan og hlustaði bara á tónlistina frá Páskaeyjum! Elskurnar mínar njótið lífsins í botn ;) hlakka til að fá fréttir......og myndir. P.s. tek undir með henni Berglindi með tenglana hér til hliðar, hvar er MAS tengillinn???? Halló! Maggi minn þú veist hvað þú átt að gera ef söknuðurinn verður óbærilegur ;) Knús til ykkar allra

Gurrý (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 23. jan. 2009

Elskuleg áhöfn.

Fyrsti leggurinn að baki. Léttir, spennufall,Páskaeyja! Lengra kemst maður varla. Njótið í botn. Þið eigið það skilið. Ástar og saknaðar kveðjur.Gunnhildur P.S. Vilborg mín þú skilar kveðju til okkar manna í dansflokknum...Og ekki gleyma sólvörninni!!!

Gunnhildur Úlfarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 22. jan. 2009

:) Alveg bláar af öfund haha

Hæ elsku pabbi ! við mæðgurnar sátum yfir þessari síðu í gærkvöldi voða spenntar, en tölvan var eitthvað slow og neitaði að fara inná gestabókina :/ vildum endilega skila kveðju til þín. Æðislegt að geta fylgst með ferðinni í gegnum heimasíðu. Hafið það öll æðislega gott og skemmtið ykkur í drasl hehe Kv. steffý og Mamma :)

Stefanía (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 22. jan. 2009

hmpf hmmm....grrrrrr.....

...hvað er málið með þessa tengla hér á síðunni...!!!!???? Morgunblaðið, Dagblaðið....my asss.....!!!???? Vilborg og Maggi MAS-lið sem ÉG Á...., þarf ekki að bæta úr þessu hið snarasta....? L U allllll...... btr

Berglind Þráins (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 22. jan. 2009

Elsku þið öll!

Óska ykkur góðrar ferðar og eigið æðislegar stundir í þessari heimsferð. Ánægð með byrjunina hjá ykkur á blogginu og myndir strax, flottust! Munið að njóta í botn og sofa seinna. saknaðarknús, Sigga Toll

Sigga Toll (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 21. jan. 2009

Góða ferð elskurnar

Jimminn eini hvað verður gaman hjá ykkur - hef grun um að eitthvað verði hlegið. Þið skuluð bara ferðast um heiminn á meðan við hin brjótum niður alþingishúsið... Bestu kveðjur, Inga Magnea (IMS)

Inga Magnea (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 21. jan. 2009

Já Sæll!!

Þetta er alvöru kraftur í skrifunum hjá ykkur ME LIKE!! Gangi ykkur vel og góða ferð! p.s. passið uppá hámarksvakttímann!! Bestu kveðjur Sigrún

Sigrún Jónsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 21. jan. 2009

Yndislega fólk!

Mikið ofboðslega vona ég að það verði gaman hjá ykkur krúttara spúttin mín. Það er reyndar ekki spurning... :o) Frábæra ferð. Bestu kveðjur og megi allt hið góða vaka yfir ykkur. Kveðja, Birgitta María úr KEF (BMW)

Birgitta María Vilbergsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 20. jan. 2009

Til Páskaeyjar

Elskurnar, bloggið byrjar vel, skemmtilega skrifað ! Ínör...Ænör...viltu passa að stelpurnar snerti ekki dansarana á PáskaEYJU (et) !!! Ég sá þá fyrst !!! Njótið hverrar mínútu í þessu stórkostlega ævintýri ! Góða ferð....ykkar Dilly

Dilly (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 20. jan. 2009

Kæra-flotta áhöfn :)

Vá..... þessi ferð verður alveg geðveik-áfangastaðirnir ekki af lakari endanum. Elsku cabina og allir hinir gangi ykkur sem allra best, njótið augnabliksins og verið góð við hvort annað.Þið verðið örugglega Icelandair til mikils sóma- Knús og kremja,Kiddi Möller (KEM)

Kiddi Möller (KEM) (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 20. jan. 2009

Around-the-world jan.09

Njótið vel hnattreisunnar og eigið góðar stundir. Anna Dís

Anna Dís Sveinbjörnsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 20. jan. 2009

...eigi skal á föðurlandi erfiðleika flýja....hmpf hmmm..nema ef um heimsferð er að ræða...

Elsku MAS-arar Vilborg og Maggi.... smá spes að vita af ykkur í nýrri grúbbu.... Elsku Helga, Stulli, Fía, Þorgeir, Einar kyntröll, Hjörtur og hinir í áhöfninni! Nú í skrifuðum orðum eruð þið deddheddandi yfir hafið til NY. Góða ferð áfram öllsömul, gangi ykkur svakalega vel, rúllið þessu upp, smælið ykkur í gegnum farþegana, gerið þetta með hjartanu OG NJÓTIÐ í botn... Bið að heilsa TIMJAN ef eru um borð og fleirum ef þekki... Have XXXL fun.....smack... Berglind btr

Berglind Þráins (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 19. jan. 2009

;)

Ánægð með ykkur!! Síðan lofar góðu!! Hlakka til að upplifa þetta með ykkur fallega fólk ;) Góða ferð knús til ykkar og kossar til Vilborgar og Magga!! Kv, Gurrý

Gurrý Matt (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 17. jan. 2009

Grindjáni sem Flugstjóri !

Ég óska ykkur góðrar ferðar,þetta verður flott ferð enda grindjáni sem stýrir skipinu í gegnum brimskaflanna ! kv Þór Fannar The Nederlands

þór fannar (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 16. jan. 2009

Um bloggið

Abercombie & Kent American Express Heimsferð 21. jan - 13. feb 2009

Höfundur

Áhöfn FI - 1444
Áhöfn   FI - 1444

Fer umhverfis jörðina á 25 dögum að hætti Jules Vernes - en 55 dögum fljótari.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Sevilla Catherdral
  • Nick, Mieke og Stan
  • Blaine Larsen
  • Stan & Nick
  • 34 hæðin í kirkjuturninum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 42284

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband