Kairo - 10. febrúar 2009

 Brottför frá Kairó - áleiðis til Sevilla.

Mæting í Kairó

Vakning 06:30.  Brottför frá Kairoflugvelli 11:00  (09:00 GMT).  Flugtíminn 5:35 og eftirtektartíminn þ.e. að taka til í flugvélinni fyrir næstu brottför, talning, þrif, fá vörur upp úr lest, tæma öll ílát og innsigla vélina því hún bíður með tárin í augunum eftir okkur hér í Sevilla í rúma tvo sólarhringa.

IMG_2861

Áhöfnin hefur lagt sig fram við að vera í búningum frá viðkomandi landi - og hafa farþegar haft mjög gaman af uppátækinu.  En nú í Kairo þá mættu allir farþegarnir í búningum frá Egyptalandi og var mikið hlegið ... 

IMG_2864

 

Fía og Vilborg skelltu sér í magadansbúning og afgreiddu desertinn - sem vakti mikla lukku enda erum við með einstaklega frábæra farþega.

IMG_2889

Þessi tiltektartími tekur rúmar tvær klukkustundir enda er skipulagið orðið svo gott hjá okkur og samheldnin mikil þegar allir leggja fram krafta sína.

Í dag er hádegisverður í boði A&K með farþegunum en í kvöld ætla sumir að fara á fótboltaleik hér í Sevilla, England - Spánn og aðrir ætla að dandalast í þessari fallegu borg, skoða kirkjur og máraslóðir eða labba rólega eftir aðal verslunargötunni.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Abercombie & Kent American Express Heimsferð 21. jan - 13. feb 2009

Höfundur

Áhöfn FI - 1444
Áhöfn   FI - 1444

Fer umhverfis jörðina á 25 dögum að hætti Jules Vernes - en 55 dögum fljótari.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Sevilla Catherdral
  • Nick, Mieke og Stan
  • Blaine Larsen
  • Stan & Nick
  • 34 hæðin í kirkjuturninum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband