Kairo 7-10.febrúar 2009

Kairo - Egyptalandi. 

Kairó

Byggingarstíll hins almenna borgara í Kairó.

Lentum í Kairo kl.12 að hádeigi, komin upp á hótel um þrjú.  Tékk-innið gekk á Kairo hraða, s.s. mjög hægt. Að lokum fengu allir herbergi og eru sáttir , sérstaklega þeir sem að hafa útsýni yfir Níl. Helga er sáttari en hinir, útsýni yfir Níl og fátækrahverfið.

Hentum okkur á bekk við laugina, lesið,dotað og mikið hlegið. Einar fer á kostum og skemmtir okkur hinum með bröndurum frá öllum heimsálfum.  Það var þreyta í mannskapnum þannig að kvöldið var rólegt, hringingar til ástvina og síðan farið snemma í koju. 

Dagur 2:

IMG_2710   Markaðurinn (Souk)

Sumir fóru í ræktina, Vilborg, Jakob og Hjörtur, hinir sváfu. Það náðu allir morgunmat og þar var tekin skyndiákvörðun um að fara í aðal soukið=markaðinn. Hótelið bauð okkur óásættanlegan deal, þannig að við leigðum local bílstjóra á Peugot ca. 1968 árgerð, pústaði smá inn en hægt að lifa með því og fórum sex af okkur, hinir voru við hótelið í gyllingu. Mohammed sá vel um okkur og lofaði að sækja okkur eftir tvo og hálfan tíma.

IMG_2830

Einar í "gyllingu" á meðan hinir fóru á Úlfalda.

Við versluðum bakkaskraut og gjafir handa fjölskyldunni. Hjörtur er hrikalegur prúttari og voru Vilborg og Fía alveg að tapa gleðinni þegar að við fundum loksins kuflana sem að verið var að leita að til þess að taka á móti farþegunum í og Hjörtur bauð alveg fáránlegt verð í varninginn.  En viti menn drengurinn komst upp með að borga usd 110.- fyrir sex serki, einn átti upphaflega að kosta 40 usd.  Við gengum frá dealnum með illu augnaráði og efalaust hafa verið föndraðar vudúdúkkur okkur til heiðurs um kvöldið, enda sumir farnir að finna fyrir hinum ýmsu kvillum.

Mohammed beið eftir okkur eins og rætt hafði verið um og skutlaði okkur upp á hótel.  Við ákváðum að fá hann til þess að fara með okkur upp að Pyramidunum daginn eftir, enda er það alveg í okkar stíl  að ferðast um á limosine.  Settumst við lauginina í smá stund og fórum síðan að gera okkur sæt, okkur var boðið í dinner-siglingu á Níl. 

Vorum sótt á hótelið og keyrð að okkar skipi.  Meðlimir höfðu mismikla trú á að við myndum yfirhöfðuð sigla-en sigldum þó.  Maturinn var fínn og skemmtiatriðin enn betri, þó að sumir hafi skemmt sér betur en aðrir.  Magadansmærin sló algerlega í gegn.

IMG_2720
Áhöfnin í matarboði á Maxim - siglingu á Níl.

Dagur 3:

Taka átti daginn með trompi og fórum því snemma í morgunmat vegna þess að  Muhammed bílstjórinn okkar var búinn að redda Yasser bróður sínum til að keyra þau okkar sem ekki hefðu áður farið að Pýramídunum og mæting á bílastæði var 09:30. 

Þorgeir, Hjörtur, Fía, Stulli, Helga, Vilborg og Jakob röðuðu sér í leigubílana og var byrjað á að fara í pappírsverksmiðju sem sýndi okkur hvernig hinn forni papírus var búinn til anno domino - mjög fræðandi - síðan var að öllu afli reynt að selja okkur egypskar myndir málaðar á papýrus að hætti fornra siða.  Sumir versluðu og aðrir ekki.

Rétt fyrir klukkan 11 vorum við mætt til úlfaldaleigjandans og hver og einn fékk sinn úlfalda til að ríða á í átt að Pýramídunum.  Það var mikið upplifelsi að sitja á þessum dýrum og þá sérstaklega að sitja þá þegar þeir standa upp og leggjast niður á hnén.  Óþarfi var að vera hræddur því dýrin eru vön og þægileg þó allir væru með vara á sér - nema kannski Hjörtur sem óður reyndi að koma sínu dýri til að hlaupa með hann.  Tókst það ekki betur en svo að þegar hann skipaði úlfaldanum að hlaupa þá lagðist það niður.

 

IMG_2782
Úlfaldafararnir.

Pýramídarnir eru eitt af undrum veraldar - þrekvirki almúgans - sem var síðan drepinn eftir gerð pýramídanna vegna þess að ekki mátti segja frá leindarmálinu.  Sphinx-inn er líka falleg sjón en á hinn bóginn þá fannst okkur öllum illa hirt um allt í kringum þennan mikla ferðamannastað.

Vorum á úlföldunum í tæpar 3 klukkustundir og héldum síðan með Muhammed og Yasser áleiðis uppá hótel.  Mikil mengun er hér í Kairó og umferðarmenningin er engin þ.e. allir bara troða sér og flauta á alla hina.  Þó að það séu 3 akgreinar þá bara búa ökumenn til 2 í viðbót.

IMG_2834
Vilborg og Fía í mátun fyrir næsta legg.....

Borðuðum á hótelinu og fóru allir síðan á sinn stað að pakka fyrir næsta legg ferðarinnar - SEVILLA.

Bestu kveðjur til allra.

Áhöfn FI-1444

 

Upplýsingar um Kairó - Egyptaland:     egypt

Flatarmál með jaðarsvæðum er 1.001.449 km².  Íbúafjöldi árið 2008 var rétt um 88 milljónir en Egyptum fjölgar að meðaltali um rúmlega 1 milljón á ári.  Landið varð sjálfstætt sem konungsríki árið 1922 og lýðveldi árið 1954.  Opinbert nafn þess er Hið arabíska lýðveldi Egyptaland (El-Dschumhurija Misr El-Arabija).  Landið skiptist í 21 stjórnsýslusvæði eða héruð og fjögur landamærasvæði.  Aðeins 3,5% landsins eru ræktanleg og þar búa 98% þjóðarinnar.

Kaíró er í 20 m hæð yfir sjávarmáli.  Íbúafjöldinn er 8 milljónir í borginni sjálfri en nálægt 16 milljónum í Stór-Kaíró.  Höfuðborg landsins heitir El-Kahira eða Misr el-Kahira á arabísku.  Hún er stærsta borg meginlands Afríku og er nefnd 'Hlið Austurlanda' milli hins kristna heims og hins islamska.  Miðja borgarinnar er á hægri bakka Nílar, 20 km sunnan kvíslasvæðis óshólmanna, þar sem áin kvíslast í Damiettu og Rosettu.

Fjórða höfðingjaættin lét reisa pýramídana á árunum 2.750-2550 f.Kr.  Þeir eru meðal elztu mannvirkja, sem enn þá standa, í heiminum.  Grikkir og Rómverjar töldu þá meðal sjö undra veraldar og enn þá er dáðst að tækniafrekinu við byggingu þeirra og valdi faraóanna, sem höfðu tugþúsundir þræla og þegna í vinnu við gerð þeirra.  Ekki er ljóst, hvort stærð þeirra er í hlutfalli við völd hvers faraóanna, sem létu reisa sér svona vegleg grafhýsi.

Pýramídarnir eru byggðir úr kalksteini frá vesturhluta Nílardalsins, lagðir með fínslípuðum, hvítum kalksteini eða graníti.  Yngri pýramídarnir eru plássminni að innan en hinir eldri.  Inni í þeim eru grafhýsi, dýrkunarklefi (hinn látni var í guðatölu) og klefar fyrir dýrgripi, sem grafnir voru með faraóunum.  Allir þessir klefar voru neðanjarðar í eldri pýramídunum og allir inngangar eru úr norðri.  Helgidómur hvers þeirra er í austurhlutunum.  Súlnagöng (fyrst opin, síðar lokuð) tengdu dalhof niðri í dalnum við pýramídana.

Keopspýramídinn er hinn stærsti.  Keops (Kúfu) lét reisa hann og Fornegyptar nefndu hann 'Echet Chufu', sjóndeildarhring Kúfus.  Samkvæmt Heródusi II (124-125) unnu við hann 100.000 manna vaktir allt árið, hver í þrjá mánuði í senn. 

Kafrapýramídinn, sem Fornegyptar kölluðu Uer-Chefre (Kafra er mikill), er 160 m frá suðvesturhorni Keopspýramídans. Kafrap. stendur hærra og virðist því hærri. 

Mykerinospýramídinn, 62 m hár.

Svingsinn, sem höggvinn var úr kalkklöppinni á staðnum í líki ljónsskrokks með höfuð faraós (e.t.v. Kafra), er beint norðvestur af dalhofi Kafrapýramídans.  Hann er annað merkasta undur Egyptalands.  Veðrun hefur eyðilegt svingsinn verulega en stöðugt er unnið að viðgerðum.  Lengd hans er 73,5 m og hæðin 20 m.


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ öllsömul, búið að vera frábært að fylgjast með ykkur og bloggið búið að vera hreint frábært hjá ykkur. Njótið síðustu daganna. Knús og koss héðan úr frostinu, Anna Sig

Anna Sigurdardóttir (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 04:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Abercombie & Kent American Express Heimsferð 21. jan - 13. feb 2009

Höfundur

Áhöfn FI - 1444
Áhöfn   FI - 1444

Fer umhverfis jörðina á 25 dögum að hætti Jules Vernes - en 55 dögum fljótari.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Sevilla Catherdral
  • Nick, Mieke og Stan
  • Blaine Larsen
  • Stan & Nick
  • 34 hæðin í kirkjuturninum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband