8.2.2009 | 08:25
Taj Mahal 5 febrúar 2009
Fórum frá Jaipur eldsnemma um morguninn 5. febrúar áleiðis til TAJ MAHAL. Þurftum að bíða dágóða stund á flugvellinum í Jaipur vegna þoku á flugvellinum í Agra. Agra er borgin þar sem TAJ MAHAL er staðsett. Loksins létti til í Agra og áfram héldum við. Flugið tók 45 mínútur og stoppað var í 4 klukkustundir á meðan farþegar fóru í skoðunarferð og var okkur einnig útvegaður farastjóri til að skoða herlegheitin.
Áhöfnin mætti í búiningum og var Vilborg í Sari, Sturla í indverskum spariklæðnaði, Helga og Fía í indverskum sérsaumuðum búningum sem fengust að láni frá fyrrum heimsferðarförum og Þorgeir, Jakob og Einar voru með sérsniðna indverska hatta keypta á markaði. Hægt er að fara inná myndaalbúm og skoða myndir af okkur.
Það eru ótrúlegar andstæður sem maður sér á þessum stutta tíma - bæði fátækt og ríkidæmi. Að sjá höllina með eigin augasteinum og hugsa um allt það erfiði sem 20.000 vinnumenn unnu við á tveimur vöktum 24/7 í nær 23 ár - er alveg ótrúlegt - en gleður augað.
Taj Mahal, Agra, Indland
Taj Mahal er leghöll í Agra á Indlandi sem Mógúlkeisarinn Shah Jahan lét byggja í minningu um persneska eiginkonu sína, Mumtaz Mahal. Höllin var 23 ár í byggingu (frá 1630 1653) og er meistaraverk mógúlskrar byggingarlistar.
Hráefni
Efniviðurinn í höllina var fluttur frá gervöllu Indlandi og öðrum hlutum Asíu. Yfir 1,000 fílar voru notaðar til að flytja bygginarefni meðan á framkvæmdum stóð. Hvíti marmarinn var fluttur frá Rajasthanhéraði, jaspisinn frá Punjabsvæðinu, jaðinn og kristallarnir frá Kína, túrkísinn frá Tíbet, asúrsteinarnir frá Afganistan, safírinn frá Srí Lanka og kalsedónsteinarnir frá Arabíu. Allt í allt voru 28 gerðir af gimsteinum greyptir í marmarann. Höllin kostaði allt í allt 40 milljón rúpíur en á þeim tíma kostaði gramm af gulli um 1,3 rúpíur.Sagan bak við Taj Mahal :
Taj Mahal er oft sagt vera glæstasti minnisvarði um ást fyrr og síðar og kallað Ástarhofið í því samhengi og er eitt af sjö undrum veraldar. Taj Mahal er þó ekki hof heldur grafhýsi. Forsaga byggingarinnar er sú að seinni kona Mógúlsins Shah Jahan, Mumtaz Mahal, lést af barnsförum. Jahan elskaði hana afar heitt og var heltekinn af sorg eftir dauða hennar, sagt er að hann hafi orðið gráhærður á einni nóttu. Eftir það lét hann reisa hið stórkostlega grafhýsi Taj Mahal til minningar um hina heittelskuðu konu sína og jarðaði hana þar. Það tók 20 þúsund vinnumenn 22 ár að byggja grafhýsið en þeirri vinnu var lokið árið 1654.Taj Mahal er byggt úr hvítum marmara skreytt margvíslegu skrauti úr dýrum eðalsteinum og þar er einnig mikill hluti Kóransins greyptur í svartan marmara. Bannað er að ganga um Taj Mahal á skóm; fólk verður annað hvort að smeygja hlífum á skóna eða ganga berfætt um marmaragólfin.Kveðjur frá okkur til allra heima - Næsti áfangastaður er DUBAI.
Um bloggið
Abercombie & Kent American Express Heimsferð 21. jan - 13. feb 2009
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefslóð Icelandair
- MyWork
- Loftleiðir Icelandic Charter
- Ferðaskrifstofan
- Flugfreyjufélag Íslands
- Félag Íslenskra Atvinnuflugmanna
- Dagblaðið Vísir
- Morgunblaðið
- Afríkuferð febrúar 2009 - 13 feb - 8 mar 2009
- Heimsferð Febrúar 2008 - FI - 1452
- Heimsferð Desember 2008 - FI - 1442
- Heimsferð Október 2008 - FI - 1440
- Heimsferð Des 2008 - Jan 2009. Asíu - Heimsferð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.