4.2.2009 | 13:42
JAIPUR - INDLAND 2 - 5 febrúar 2009
Fórum í morgun 3. febrúar í einn sight-seeing túrinn enn á slaginu 09:30. Fengum Abercrombie & Kent fararstjóra í ferðina með okkur sem var alveg frábær og vill láta kalla sig VK. Þessi maður var hafsjór af fróðleik um Jaipur og kom maður hvergi að tómum kofanum hjá honum enda kennari við háskólann hér í Jaipur.
AMBER FORT
Við keyrðum að AMBER FORT kastalanum sem er staðsettur rétt utan við Jaipur. Byrjað var að byggja kastalann fyrir Sawai-Raja Maan Singh Ji sem varCommander in Chief of Maughal Emperor Akbar árið 1592.
Jakob flugvirki að reyna við eiturslönguna í körfunni.
Allan ársins hring eru gangi viðgerðir á Amber Fort og engar vinnuvélar notaðar heldur einungis mannshöndin þar að verki. Konur voru við vinnu að slétta moldarundirstöður vegna endurnýjunar á útiplani og notuðu þær bambusstangir og börðu á raka moldina allan daginn. Auðvitað furðuðum við okkur á þessari vinnuaðferð og afhverju ekki bara að fá "þjöppu" til að klára dæmið.... Nei allt er gert í upprunalegri mynd og engar vinnuvélar koma þar nálægt. Aðferðin við alla endurgerð á kastalanum má segja að sé "náttúruleg" því mest er notað af gúmmíi, sítrónusafa, jógúrti, laufblöðum, salti og kryddjurtum.
Byrjuðum við á því að fara á fílsbak upp á topp kastalans og var það ótrúleg lífsreynsla.
Skoðuðum við síðan kastalann fram og tilbaka undir leiðsögn VK og má segja að á þessum tíma hafi kóngarnir baðað sig í gulli og gimsteinum á meðan almúginn vann hörðum höndum.
Fórum einnig að skoða Hawa Mahal sem er 5 hæða bleik bygging byggð fyrir prinsessur þar sem þær sátu og horfðu út um gluggana á húsinu niður á almúgann því ekki máttu þær vera á meðal almúgans.
Næsti áfangastaður var Jal Mahal. en þetta er höll sem var byggð fyrir konungsborið fólk á andarveiðum. Höllin er umvafin stóru vatni gert af almúganum hér í Jaipur á 18 öld.
Farið var í hádegismat á góðum indverskum veitingastað þar sem sumir fengu sér lófalestur og aðrir bara hreinlega slökuðu á í hitanum og horfðu á brúðuleikhús.
Stjörnufræðisafnið var heimsótt og má segja að það sé undravert hvernig hægt var að byggja þvílík kennileiti til að lesa stjörnurnar og tímatal.
Jal Mahal
Stjörnufræðisafnið
Að lokum skoðuðum við konungshöllina Jantar-Mantar City Palace í Jaipur sem er jafn mikilfengleg og allt annað sem viðkemur konungsfjölskyldunni.
Eftir langan dag fóru sumir á markað og þá helst var það cabin crew en aðrir fóru uppá hótel í siestu og kvöldverð.
4. febrúar 2009.
Sumir fóru að skoða mannlífið í Bleiku borginni (Pink City). Aðrir fóru í göngutúr og leikfimi og sumir fóru í sólbað enda munum við taka daginn snemma í fyrramálið því brottför á bíl er 05:45 og ferðinni heitið til TAJ MAHAL í fjórar klukkustundir og síðan áfram flogið til Dubai - United Arab Emirates.
Sjáumst aftur í Dubai finnst okkur vandamenn, vinir og samstarfsmenn ekki vera nógu duglegir að blogga til okkar kveðjum........ Upp með bloggið .............
Bestu kveðjur til allra
Áhöfn FI-1444
Indverski fáninn Jaipur fáninn
Jaipur is the first planned city of India, located in the desert lands of Rajasthan. The city that once had been the capital of the royalty, now serves as the capital city of Rajasthan. The very structure of Jaipur resembles the taste of the Rajputs and the Royal family. In the present date, Jaipur is the major business centre for the natives of Rajasthan with all requisites of a metropolitan city. The city of Jaipur, painted in pink, grasp the appreciation of every visitor. One can see that hoary charm still alive in the avenues of Jaipur.
The active streets of Jaipur get plenty of visitors, every year at their footsteps. The Ancient Testimonials in the form of mind-blowing monuments remind one of the past ages. The city comprises the famous structures like Hawa Mahal, City Palace and Amber Fort, the best architectural examples of India. Artistic temples and gardens of Jaipur, marks the atmosphere of serenity and aestheticism to the lands of Rajasthan. The lively city observes its ethnicity by celebrating various festivals like Kite festival, Elephant festival and many others, of Indian origin.
All theses features make Jaipur, one of the most sought after tourist destinations of Rajasthan, India. The glorious city boasts of its cultural heritage from every nook and corner. Jaipur is the reservoir of Indian customs, traditions, civilization and legacy. Jaipur lies at a distance of 260 kms from Delhi, the capital of India and the city is well-connected with other major cities of India. Every year, People across the globe come to experience this royal capital city of Rajasthan. Á Indlandi eru töluð um 350 tungumál - Ríkismálið er Hindi
Jaipur Location
Location: | 26° 92' N 75° 82 E |
Altitude: | 431 m above sea level |
Area: | 200.4 sq. kms. |
Jaipur is the capital city of Rajasthan, a state in the Northern part of India. The pink city would have been a part of Thar Desert, if the Aravalli Hills have not separated them. As a result, Jaipur is located under the kind protection of Aravalli Hills. Under the terms of geography, Jaipur extends from latitude 26.92 degrees in the north to longitude 75.82 degrees in the east. The city covers an area of 200.4 sq kms and lies at an altitude of 431 m above sea level.
Talking about the geographical location of Jaipur, India, the city is situated in the northern part of India. Jaipur is located in a very dry and sandy area. The pink city of Jaipur is located at a comfortable distance of about 258 kilometres from Delhi, 232 kilometres from Agra, 350 kilometres from Gwalior and 405 kilometres from Udaipur. Jaipur is well-connected with all major cities of the country by air, rail and road. http://www.jaipur.org.uk/location.html
- Allt að 80% Indverja eru hindúatrúar - Hindúasiður er elstur af algengustu trúarbrögðum nútímans - Helstu guðir hindúa eru Shiva og Vishnu.
Um bloggið
Abercombie & Kent American Express Heimsferð 21. jan - 13. feb 2009
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefslóð Icelandair
- MyWork
- Loftleiðir Icelandic Charter
- Ferðaskrifstofan
- Flugfreyjufélag Íslands
- Félag Íslenskra Atvinnuflugmanna
- Dagblaðið Vísir
- Morgunblaðið
- Afríkuferð febrúar 2009 - 13 feb - 8 mar 2009
- Heimsferð Febrúar 2008 - FI - 1452
- Heimsferð Desember 2008 - FI - 1442
- Heimsferð Október 2008 - FI - 1440
- Heimsferð Des 2008 - Jan 2009. Asíu - Heimsferð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 42284
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Dísus kræst hvað maður væri til í að vera í ferðinni og þá sem „deadhead“ í kósíheitum og láta ykkur stjana í kringum sig. þetta er næstum eins og fyrir TUTTTUGU OG EITTHVAÐ ÁRUM !!!! Ég sakna þó að sjá ekki búninginn hans Stulla
í Bankok en þið skvísurnar eruð alltaf jafn flottar, ef ekki flottari. Haldið áfram þessu frábæra bloggi og Helga og Stulli munið gulu jakkana. Kærar kveðjur frá landinu sem ber nafn sitt með rentu. Yðar einlægur, PAG.
p.s. Stulli til hamingju með daginn og Helga ekki fá þér fleiri tattoo.
Pétur Alan Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 20:03
Áframhaldandi góða ferð kæru vinnufélagar, það er mjög gaman að fylgjast með ykkur. Ps ef þið fljúgið til Agra passið ykkur þá á asnanum sem hleypur laus á Taxy vegunum. Og svo var ættarmót á einum brautarendanum. Því ekkert annað í boði en full thrust og 20 flapsar við brottför.... ekki gott að taka asnann með öðru dekkjastellinu. Kærar kveðjur, Raggý
Raggý (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 20:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.