2.2.2009 | 16:21
Bangkok - Jaipur, Indlandi 2. febrúar 2009
Brottför frá hóteli í Bangkok 8.00 um morguninn, en við máttum alls ekki missa af morgunmatnum á þessu geðveika hóteli, þannig að við lögðum það á okkur að vakna hálftímanum fyrr en við þurftum.
Það var virkilega erfitt að yfirgefa þetta frábæra hótel, versta við það var að það er í mjög áhugaverðri borg, þannig að maður getur ekki leyft sér að hanga bara uppi hóteli.
Umferðin í Bangkok er ótrúleg þannig að við fórum frá hótelinu fjórum og hálfum tíma fyrir brottför. Einar notaði tímann til þess að taka video af áhöfn og því markverðasta sem að fyrir augu bar. Við flugum út frá gamla flugvellinum, frekar súrealískt að ganga í gegnum svefnflugvöll sem að iðaði af lífi fyrir nokkrum árum, en ér núna eingöngu notaður fyrir einkavélar. Fólkið sem að sér um okkur hér í Bangkok er ofboðslega yndælt og reddar öllu, því að það eru ótrúlegustu hlutir sem að geta komið upp á í svona ferð og mörgu þarf að redda.
Við fengum Thailenska blaðamenn um borð fyrir brottför, sem að komu til þess að kynna sér A&K og tókum við á mót þeim með virktum. Farþegarnir okkar áttu ekki orð þegar að við tókum á moti þeim í búningunum sem að við höfðum keypt í Bangkok og vorum við vægast sagt með frosið bros eftir allar myndatökurnar. Flugið var rúmlega fjórir tímar og slógu Maggi og Gunni gjörsamlega í gegn með frábærum mat, allir diskarnir komu nánast sleiktir inn í eldhús.
John, einn farþeginn okkar, hafði átt afmæli í Bangkok og höfðu kokkarnir reddað afmælistertu sem að við bárum fram eftir mat undir forsöng Helgu sem að söng í P.A. afmælissönginn fyrst á íslensku og síðan á ensku. John er gjörsamlega heillaður af íslendingum og heldur því fram að ef sum amerísk flugfélög hefðu fólk eins og okkur væru þau í bullandi gróða.
John afmælisbarn
Við lentum í Jaiphur kl. 14.50 en vorum komin upp á hótel um 19.00. Indverska aðferðin tekur ótrúlega langan tíma. Á morgunn er stefnan tekin á skoðunarferð þannið að enginn fær að sofa út, enda ekki ástæða til við sofum bara þegar að við komum heim.
Myndir koma inn um leið og niðurhal tekst.
Þangað til næst..... bestu kveðjur.
Áhöfn 1444 - kveður frá Jaipur, Indlandi.
Um bloggið
Abercombie & Kent American Express Heimsferð 21. jan - 13. feb 2009
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefslóð Icelandair
- MyWork
- Loftleiðir Icelandic Charter
- Ferðaskrifstofan
- Flugfreyjufélag Íslands
- Félag Íslenskra Atvinnuflugmanna
- Dagblaðið Vísir
- Morgunblaðið
- Afríkuferð febrúar 2009 - 13 feb - 8 mar 2009
- Heimsferð Febrúar 2008 - FI - 1452
- Heimsferð Desember 2008 - FI - 1442
- Heimsferð Október 2008 - FI - 1440
- Heimsferð Des 2008 - Jan 2009. Asíu - Heimsferð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 42284
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hallóhalló,
Ég verð víst að heilsa upp á ykkur öll til þess að heilsa upp á hana Fíu frænku mína! Þetta lítur út fyrir að vera alveg frábær ferð og algerlega einstakt tækifæri sem þið fáið þarna. Ég er ekki hissa á því að hann John sé heillaður af ykkur, enda bara úrvalsfólk sem er valið í að fara svona ferð!
Ég bið bara alla sem geta að knúsa Fíu frá Tinnu litlu frænku!
Bestu kveðjur frá Íslandi!
Tinna (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.