28.1.2009 | 00:17
SAMOA 24 - 26 janúar 2009
AF OKKUR:
Við lögðum af stað frá Páskaeyju 24. janúar um hádegisbil og lentum á Samoaeyju (Upolu) á flugvellinum í APIA um kvöldmatarleitið. Ferðin gekk að óskum og Jeremy fararstjóri hrósaði okkur í hástert fyrir frábæra þjónustu.
Einn farþeginn okkar, hún Meg, átti afmæli og frábæru kokkarnir, þeir Maggi og Gunni, bökuðu afmælistertu. Vilborg snillingur skellti sér í fjaðrabúning að hætti Rapa Nui eyjaskeggja, afhenti afmælisbarninu kökuna og áhöfnin söng afmælissönginn á íslensku og ensku. Farþegum fannst uppátækið frábært og keppast nú við að láta okkur vita af sínum afmælisdögum.
Eftir langan dag fóru allir í koju og slefuðu í koddan fram eftir morgni. Hittumst í morgunmat og örkuðum á ströndina. Sem betur fer var sunnudagur og allar búðir eyjunnar því lokaðar. Við snorkluðum á ströndinni og sáum Nemu og alla hina fallegu fiskana ásamt ógleymdum litríkum kóralrifjum. Sumir komu brenndir heim þrátt fyrir vörn númer 60+ , en aðrir voru bleikir og fallegir með skrámur eftir að hafa komist í snertingu við hárbeitt kóralrifin.
Flugmanna áberingur á ströndinni.
Einar Dagbjarts er yfirsólarvarnarberarí flugstjórnarklefa og bar hann vörn númer 60 á Hjört sem er skaðbrunninn á skalla, sál og líkama. Spurning er að reka Einar úr jobbinu....
Helga, Stulli, Fía og Vilborg leigðu sér síðan bílaleigubíl eftir hádegi og keyrðu um hálfa eyjuna og var það svo sannanlega ferð sem ekki gleymist í bráð og náðum meira að segja að fara í sunnudagsmessu með innfæddum.Snæddum kvöldverð á Aggie Grey´s hótelinu og fórum snemma í koju því wake-up var 05:45 næsta morgun.
Næsti áfangastaður er SYDNEY ..... ÁSTRALÍA.
Kveðjur til allra heima.
SAMOA
Samóa eða Samóaeyjar er eyríki og eyjaklasi í Suður-Kyrrahafi. Áður var ríkið þekkt sem Þýska Samóa frá 1900 til 1914 og síðan Vestri-Samóa frá 1914 til 1997. Í eyjaklasanum eru tvær stórar eyjar, Upolu og Savai'i, sem saman mynda 96% af flatarmáli eyjanna, og sjö smáeyjar.Íbúarnir eru af austurpólínesískum stofni. Tungumál þeirra, sem er talið vera elzta pólínesíska málið er skylt maorísku, hawaísku, tahitísku og tongantungu Á Vestur-Samóaeyjum eru fiskveiðar og skógarhögg aðalatvinnuvegirnir. Þar eru líka ræktaðar kókoshnetur, bananar og kakó til útflutnings. Ferðaþjónustu fór að vaxa fiskur um hrygg eftir 1970.
Íbúar Samoaeyja er u.þ.b 180.000 manns.
Um bloggið
Abercombie & Kent American Express Heimsferð 21. jan - 13. feb 2009
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefslóð Icelandair
- MyWork
- Loftleiðir Icelandic Charter
- Ferðaskrifstofan
- Flugfreyjufélag Íslands
- Félag Íslenskra Atvinnuflugmanna
- Dagblaðið Vísir
- Morgunblaðið
- Afríkuferð febrúar 2009 - 13 feb - 8 mar 2009
- Heimsferð Febrúar 2008 - FI - 1452
- Heimsferð Desember 2008 - FI - 1442
- Heimsferð Október 2008 - FI - 1440
- Heimsferð Des 2008 - Jan 2009. Asíu - Heimsferð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.