24.1.2009 | 17:35
ENN OG AFTUR.... PÁSKAEYJA.... 21 - 24 jan 2009
23. janúar 2009.
!!! Loksins kom myndin !!!!
Fía vaknaði eldsnemma (06:30) hún fór út að hlaupa með farþegunum en síðar þá fór hún líka í Thai-Chi með sama fólki en þó mættu Stulli og Hjörtur líka í Thai-Chi og Helga kom korter of seint en mætti þó.... Vilborg ætlaði að mæta - og treysti á að Þorgeir myndi vekja hana en hann svaf yfir sig sem þýddi að Vilborg svaf líka yfir sig og er ennþá .... fúl .... og brjáluð út í hann.
Fórum síðan niður í Hanga Roa ( sem er höfuðborg Páskaeyju) og vorum mætt þar klukkan 10:00 og tókum okkur á leigu mótorhjól og scooters. Við eyddum deginum í að hjóla á þessum farartækjum um alla eyjuna og skoða allt það sem markvert var að skoða ÞETTA VAR FRÁBÆR DAGUR HJÁ OKKUR ÖLLUM - OG MESTA UPPLIFUN SEM VIÐ HÖFUM LIFAÐ NORÐAN ALPAFJALLA.
Komum úr ferðinni alsæl og drulluskítug klukkan 19:45 og mættum í GALA-DINNER. 20:16 uppstríluð og fín í boði A&K þar sem við snæddum frábæran kvöldverð og tókum þátt í skemmtiatriðum kvöldsins og má segja að áhöfnin hafi verið sérstaklega tekin fyrir því að ýmsir taktar voru sýndir á þessu showi.......Þar sem að hér er ekkert sjónvarp, internet, útvarp, GSM samband og oft rafmagnslaust þá komum við til með að hala niður myndum síðar........ og bíðið bara.....
Höldum ferð okkar áfram í dag til Samóa-eyju (West Samoa) - Heyrumst aftur þá....
Frá áhöfn FI - 1444Um bloggið
Abercombie & Kent American Express Heimsferð 21. jan - 13. feb 2009
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefslóð Icelandair
- MyWork
- Loftleiðir Icelandic Charter
- Ferðaskrifstofan
- Flugfreyjufélag Íslands
- Félag Íslenskra Atvinnuflugmanna
- Dagblaðið Vísir
- Morgunblaðið
- Afríkuferð febrúar 2009 - 13 feb - 8 mar 2009
- Heimsferð Febrúar 2008 - FI - 1452
- Heimsferð Desember 2008 - FI - 1442
- Heimsferð Október 2008 - FI - 1440
- Heimsferð Des 2008 - Jan 2009. Asíu - Heimsferð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
frábært hvað þið skemmtið ykkur ótrúlega vel :) Hlakka til að sjá myndir.
Love you Pabbi ;) kveðja frá Fullu, Braga og Mömmuling..og mér auðvitað :)
Steffý (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 08:33
Hæ elskurnar, frábært að fylgjast með ykkur og "cool" hvað þið byrjuðuð strax með trukk og dýfu á blogginu ykkar. Þótt ég hafi nú drifið í að dekkja á mér hárið í von um að öðlast smá tölvu gáfur til að komast inn á gestabókina hjá ykkur (sem hefur ekki verið að takast hjá mér með gestabækur Heimsferðaráhafna síðasta árs) þá brást mér bogalistin. Ég játa mig hér með sigraða og viðurkenni mig bara sem "Athugasemda skvísuna" hehe. En hvað um það, ánægð með ykkur hvað þið eruð dugleg í Thai-Chi og hlakka til að mæta á námskeið hjá ykkur þegar þið komið heim :) nema Vilborg mín og Þorgeir, þið komið bara með mér á námskeiðið hjá þeim ;) Ég er nú samt búin að vera að velta því fyir mér hvort það hafi verið ráðlegt að hleypa ykkur úr landi, síðan þið fóruð hefur fjandinn verið laus og alvöru "HAUKA" brennur logað víða í höfuðborginni og ég er ekki frá því að Saltfiskverkendur úr Grindavík hafi lagt til skreið í brennurnar :) Og svona til að upplýsa ykkur greyin sem neyðist til að flakka um heimsins höf, þá eru "HAUKA" brennurnar og Grindavíkur trumbuslátturinn orðið svo frægt að sjálfir Bretar eru farnir að óska aðstoðar "Hryðjuverkamanna Norðursins" við að stýra samskonar aðgerðum þar ytra, enda hefur árangur þessara aðgerða heldur betur skilað sér. Og Einar minn, mér skilst að höfustöðvar Norðanhersins verði hvorki meira né minna en á sjálfum "Old Trafford". Að öllum líkindum verða nú orðnar einhverjar breytingar á stjórn okkar yndislega lands þegar þið snúið heim, en ég ætla nú ekkert að vera tíunda þær hér nema bara til að leggja áherslu á fjölhæfni okkar stéttar og segja ykkur það að "Flugfreyja" verður orðin Forsætisráðherra landsins og svona smá viðbótarupplýsingar þá verður Georg Bjarnfreðarson (með 5 Háskólagráður) að öllum líkindum orðinn fjármálaráðherrann okkar ;) þannig að það væri kannski betra að þið skilduð bara alla afgangs aurana ykkar eftir á Samoa-eyju ;) (smá "clever advise" þið skiljið, aþþí að é er nú orrin dökkhærr og allt).
En svona þar fyrir utan, þá hlakka ég til að halda áfram að fylgjast með ykkur og upplifa ævintýrin ykkar í gegnum ykkur. Haldið áfram að njóta, njóta, njóta og gangi ykkur vel.
1000 Knús og kossar,
Anna Sig (AKJ)
P.s GUU biður að heilsa, hún reyndi hið ómögulega í dag, að kenna mér að komast inn á gestabókina, hehe :) Munið bara að kíkja á athugasemdirnar hehe, því þar verð ég :))
Anna Sigurdardóttir (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.