24.1.2009 | 17:15
ISLA DE PASCUA - TE PITO O TE HENUA = Nafli alheimsins.
Halló allir....... aftur.....
Loksins komumst við í tölvu..... og komin til Rapa Nui = Páskaeyju (að hætti Dillýar).
Lentun á Páskaeyju 04:10 en komumst ekki uppá hótel fyrr en klukkan löngu síðar vegna þess að töskurnar okkar komust ekki á hótelið fyrr en um klukkan 08:00 en þá bara biðum við og biðum og tókum smá de-briefingu á meðan.
Sama dag var okkur boðið í strandpartý af Abercombie & Kent klukkan 12:45 og mættum við að sjáfsögðu á réttum tíma eftir mjög lítinn svefn. Ströndin heitir ANAKENA BEACH og þar eyddum við deginum við söng, dans, mat, drykk, sól, sand, kajak, snorkling o.fl. Frábær dagur hjá okkur......Um kvöldið var okkur boðið af ferðaskrifstofunni í Gala-dinner með farþegum og þar borðuðum við mat að hætti innfæddra sem okkur fannst allgjör upplifun. Skemmtum okkur konunglega - að hætti Icelandair áhafna.......
Chile - Páskaeyja er undir stjórn Chile.
Rapa Nui Flag = Easter Island á þeirra máli.
Páskaeyja (e. Easter Island) er 166 km2 eyja á Kyrrahafi. Hún er tæplega 4.000 km fyrir vestan Síle í Suður-Ameríku og hefur verið undir stjórn Síle síðan 1888. Eyjan kom upp úr hafinu fyrir rúmum 10.000 árum.
Fornleifar benda til þess að eyjan hafi verið uppgötvuð af Pólýnesíumönnum um 400 árum eftir Krist. Hæsti tindur eyjarinnar er Rano Aroi sem er 539 m hár.
Hollendingar voru fyrstu Evrópubúarnir sem heimsóttu eyjuna, það var árið 1722, og þeir nefndu hana Páskaeyju (Paaseiland) vegna þess að þeir komu þangað á páskadag. Á máli frumbyggja nefnist hún 'Rapa Nui' sem þýðir mikla Rapa eða 'Te Pito te Henua' sem merkir nafli heimsins.
Rúmlega 4000 manns búa á eyjunni, nær allir í höfuðstaðnum Hanga Roa.
Heitustu mánuðurnir á Páskaeyju eru janúar, febrúar og mars, þá er meðalhitinn 23° en köldustu mánuðirnir eru júní, júlí og ágúst, þá er meðalhitinn 18°.
Um bloggið
Abercombie & Kent American Express Heimsferð 21. jan - 13. feb 2009
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefslóð Icelandair
- MyWork
- Loftleiðir Icelandic Charter
- Ferðaskrifstofan
- Flugfreyjufélag Íslands
- Félag Íslenskra Atvinnuflugmanna
- Dagblaðið Vísir
- Morgunblaðið
- Afríkuferð febrúar 2009 - 13 feb - 8 mar 2009
- Heimsferð Febrúar 2008 - FI - 1452
- Heimsferð Desember 2008 - FI - 1442
- Heimsferð Október 2008 - FI - 1440
- Heimsferð Des 2008 - Jan 2009. Asíu - Heimsferð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.