KEF - NYC - LAX ...

Hittumst öll í áhafnaherbergi í Reykjavík til að fara yfir ýmsa punkta frá Jenný Þorsteins og mingla aðeins áður en lagt var af stað.  Jóna Lár var fyrsta freyjan á flugi okkar til NYC - enda fyrrverandi heimsfari  - og gaf hún okkur ýmsar frjóar hugmyndir varðandi ferðina okkar en á hinn bóginn þá höfum við líka hana Vilborgu yfirheimsfara og er hún með þetta allt saman á tæru.  Ekki má gleyma kokkinum okkar -  honum Magga -  sem hefur líka farið áður í heimsferð, þannig að við erum ekkert á flæðiskeri stödd.

Ferðin gekk vel til NYC  og allt á tíma eins og Icelandair sæmir nema að það var snjókoma í NYC og þurftum við að sveima yfir vellinum og bíða eftir að komast upp að hliði í u.þ.b. klukkustund.  Mikil biðröð var að komast í gegnum útlendingaeftirlitið en í gegnum „klíku“ þá fengum við að fara framfyrir aðra farþega til að ná okkar áframhaldandi flugi til Los Angeles.

Hlupum á milli "terminala" með allan farangurinn og þar að auki 4 kassa af "kavíar" sem við fengum ekki að "tékka inn" en fórum með sem handfarangur um borð í American Airlines flugvélina - ekki við mikinn fögnuð starfsmanna hjá því flugfélagi - en brostum okkur í gegnum það.....

Við lentum í LA klukkan 11:30 og sumir fengu ekki farangur sinn en eigum von á honum í dag.

Hittum  Asíu-heimsfarana og Jessicu a la Minneapolis á hótelinu. Fengum stutta briefingu á framkvæmdinni og síðan áttu Asíu-heimsfararnir að leggja af stað í flug áleiðis heim klukkan 05:45.    Gaman var að hitta þau og sjá gleðina skína úr andlitum þeirra yfir vel heppnaðri ferð um Asíu.  Flottur hópur !!!

Allir voru orðnir nokkur þreyttir  við komu til LAX enda klukkan orðin 08:00 á íslenskum tíma þegar lagst var á koddann.

Bestu kveðjur til allra heima – við leggjum í hann á í fyrramálið til Páskaeyja.   Police

 

Brottför frá KEF

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Helga mín var að fljúga með Möggu Einars og Jói er strax farinn að sakna þín svo mikið að Tóti þurfti að fara til hans í gær. Held að hann flytji ábyggilega í Reyrengið fljótlega svo frændi deyji nú ekki úr leiðindum og söknuði. Magga ætlar síðan að þrífa áður en þú kemur heim....Skemmtið ykkur vel og vandlega. Inga Magnea og co. voru ansi dugleg með alþingishúsið í dag á meðan við vorum í flugi en skildu samt doltið eftir handa okkur að dunda við í nótt. Hér er alheims ófriður og engin svefnfriður....Knús á línuna :-D

Guðrún Georgsdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Abercombie & Kent American Express Heimsferð 21. jan - 13. feb 2009

Höfundur

Áhöfn FI - 1444
Áhöfn   FI - 1444

Fer umhverfis jörðina á 25 dögum að hætti Jules Vernes - en 55 dögum fljótari.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Sevilla Catherdral
  • Nick, Mieke og Stan
  • Blaine Larsen
  • Stan & Nick
  • 34 hæðin í kirkjuturninum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband