Færsluflokkur: Ferðalög
14.2.2009 | 12:10
Heimkoman..... 13 febrúar 2009.
Nú erum við lent og komin heim.....
Lentum 14:20 - hittum stuttlega áhöfnina sem var að taka við farþegunum okkar - flott áhöfn - og fórum síðan inn í flugstöð að kveðja okkar farþega.
Þegar inn í flugstöð var komið þá dundi við lófatak og farþegarnir okkar héldu á snittubökkum, drykkjum og öðru meðlæti þar sem þau kröfðust að fá að bera í okkur veigarnar í þetta skiptið.
Stoppið var stutt og tíminn fljótur að líða og að lokum voru allir kvaddir með kossum og faðmlögum - enda voru farþegarnir okkar einstakir og þó að við - áhöfnin - hefðum fengið að velja okkur farþega þá hefði það alls ekki tekist betur.
Nú er ævintýrið úti og allir komnir heim með kúst og þvottaklemmur í hendi - en þetta verður samt ævintýri sem aldrei mun gleymast.
Takk fyrir okkur,
Áhöfn FI-1444
P.s. Við erum alltaf opin fyrir annarri ferð.... hehe
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2009 | 18:50
SEVILLA 10 - 13 febrúar 2009
Dagur 1:
Áhöfninni var boðið af A&K í hádegisverð með farþegunum og stóð sá hádegisverður yfir í heilar 3 klst. Mikið var spjallað og okkur deilt niður á borðin með farþegunum, maturinn var frábær og farþegarnir okkar bæði einstakir og skemmtilegir.
Fórum síðan að skoða Chatholic Cathedral hér í Sevilla sem er þriðja stærsta kirkja í heimi - á eftir Kaþólsku kirkjunni í Róm og Pálskirkjunni í London. Kirkjan er ótrúlega falleg og klifum við 34 hæðir upp í turninn þar sem er frábært útsýni yfir borgina.
Fótboltabullur voru út um alla borg vegna þess að hér var landsleikur - England vs. Spánn - og unnu Spánverjar 2-0. Bullurnar voru syngjandi út um allan bæ og var eins og að maður væri kominn á leikinn. Einar reyndi að fá miða á leikinn og vildi vera með Englandsbullunum en það tókst ekki vegna þess að það var uppselt. Við römbuðum um bæinn sem hefur mikla sögu og fórum á mjög gott steikhús um kvöldið.
Dagur 2:
Fórum í morgunmat og síðan beint í Sight-seeing tour um Sevilla þar sem við fræddumst betur um borg og bý. Fengum okkur síðdegis-TAPAZ saman og splittuðum hópnum því við stelpurnar þurftum að sjálfsögðu að stinga nefinu inn í nokkrar verslanir - er það ekki góður íslenskur siður ?
Nú er komið að leiðarlokum og erum við í þessum töluðu orðum að fara í kortagerð og póstkortaskrif og verður það gert í hópavinnu. Síðan fer áhöfnin saman í léttan kvöldverð og vakning í fyrramálið klukkan 06:00.
Við viljum þakka öllum sem kíktu á okkur s.l. 25 daga og skrifuðu á bloggið okkar - við mátum það mikils - því alltaf er gaman að heyra frá einhverjum að heiman.
Bestu kveðjur frá Áhöfn FI-1444
Þorgeir, Einar, Hjörtur, Fía, Stulli, Helga, Vilborg, Jakob, Maggi og Gunnar.
P.S. Það eru komnar inn myndir frá Sevilla inná myndaalbúm
Það verður að afsakast að hafa upplýsingarnar á ensku en það er nú bara þannig að flestir þeir sem áhuga hafa á því að lesa þessar upplýsingar - kunna ensku hvort sem er. Verði ykkur að góðu.
Size Sevilla Province: 14,001M square meters.Population Sevilla Province: 1.585.000.
Population Sevilla Capital: 683.000.
Density: 113 inhabitants per square meter.
Mean Altitude: 12 m above sea level.
Average Temperature: 20 C (68F). Summer 35C (95F) and winter 15C (59F).
Hours of Sun a Year: +3000 hours.
Annual Rainfall: 42.0 cm a year.
Tourism: Over 2 million tourists visit Sevilla Province each year.Sevilla (Seville) is located 80 km. from the cost of Andalucia on the banks of the Guadalquivir a navigable river with contact to the Atlantic Ocean. It is the 4th largest city in Spain with more than 700.000 inhabitants and Capital of Andalucia (the most southern region of Spain). Within 2 hours drive from Sevilla you can reach Portugal and Granada and Malaga are also within a short reach. The town has a hot Mediterranean climate with more than 300 days of sun a year.Apart from being the capital of Andalucia Sevilla is also the industrial center of southern Spain. The most important sectors are the chemical and pharmaceutical as well as the metal industry. The province of Sevilla has traditionally been an agricultural region and due to the climate with more than 300 days of sun it has an important production of citrus fruits and olives.
Ferðalög | Breytt 14.2.2009 kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.2.2009 | 11:10
Kairo - 10. febrúar 2009
Brottför frá Kairó - áleiðis til Sevilla.
Vakning 06:30. Brottför frá Kairoflugvelli 11:00 (09:00 GMT). Flugtíminn 5:35 og eftirtektartíminn þ.e. að taka til í flugvélinni fyrir næstu brottför, talning, þrif, fá vörur upp úr lest, tæma öll ílát og innsigla vélina því hún bíður með tárin í augunum eftir okkur hér í Sevilla í rúma tvo sólarhringa.
Áhöfnin hefur lagt sig fram við að vera í búningum frá viðkomandi landi - og hafa farþegar haft mjög gaman af uppátækinu. En nú í Kairo þá mættu allir farþegarnir í búningum frá Egyptalandi og var mikið hlegið ...
Fía og Vilborg skelltu sér í magadansbúning og afgreiddu desertinn - sem vakti mikla lukku enda erum við með einstaklega frábæra farþega.
Þessi tiltektartími tekur rúmar tvær klukkustundir enda er skipulagið orðið svo gott hjá okkur og samheldnin mikil þegar allir leggja fram krafta sína.
Í dag er hádegisverður í boði A&K með farþegunum en í kvöld ætla sumir að fara á fótboltaleik hér í Sevilla, England - Spánn og aðrir ætla að dandalast í þessari fallegu borg, skoða kirkjur og máraslóðir eða labba rólega eftir aðal verslunargötunni.....
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2009 | 21:27
Kairo 7-10.febrúar 2009
Kairo - Egyptalandi.
Byggingarstíll hins almenna borgara í Kairó.
Lentum í Kairo kl.12 að hádeigi, komin upp á hótel um þrjú. Tékk-innið gekk á Kairo hraða, s.s. mjög hægt. Að lokum fengu allir herbergi og eru sáttir , sérstaklega þeir sem að hafa útsýni yfir Níl. Helga er sáttari en hinir, útsýni yfir Níl og fátækrahverfið.
Hentum okkur á bekk við laugina, lesið,dotað og mikið hlegið. Einar fer á kostum og skemmtir okkur hinum með bröndurum frá öllum heimsálfum. Það var þreyta í mannskapnum þannig að kvöldið var rólegt, hringingar til ástvina og síðan farið snemma í koju.
Dagur 2:
Sumir fóru í ræktina, Vilborg, Jakob og Hjörtur, hinir sváfu. Það náðu allir morgunmat og þar var tekin skyndiákvörðun um að fara í aðal soukið=markaðinn. Hótelið bauð okkur óásættanlegan deal, þannig að við leigðum local bílstjóra á Peugot ca. 1968 árgerð, pústaði smá inn en hægt að lifa með því og fórum sex af okkur, hinir voru við hótelið í gyllingu. Mohammed sá vel um okkur og lofaði að sækja okkur eftir tvo og hálfan tíma.
Einar í "gyllingu" á meðan hinir fóru á Úlfalda.
Við versluðum bakkaskraut og gjafir handa fjölskyldunni. Hjörtur er hrikalegur prúttari og voru Vilborg og Fía alveg að tapa gleðinni þegar að við fundum loksins kuflana sem að verið var að leita að til þess að taka á móti farþegunum í og Hjörtur bauð alveg fáránlegt verð í varninginn. En viti menn drengurinn komst upp með að borga usd 110.- fyrir sex serki, einn átti upphaflega að kosta 40 usd. Við gengum frá dealnum með illu augnaráði og efalaust hafa verið föndraðar vudúdúkkur okkur til heiðurs um kvöldið, enda sumir farnir að finna fyrir hinum ýmsu kvillum.
Mohammed beið eftir okkur eins og rætt hafði verið um og skutlaði okkur upp á hótel. Við ákváðum að fá hann til þess að fara með okkur upp að Pyramidunum daginn eftir, enda er það alveg í okkar stíl að ferðast um á limosine. Settumst við lauginina í smá stund og fórum síðan að gera okkur sæt, okkur var boðið í dinner-siglingu á Níl.
Vorum sótt á hótelið og keyrð að okkar skipi. Meðlimir höfðu mismikla trú á að við myndum yfirhöfðuð sigla-en sigldum þó. Maturinn var fínn og skemmtiatriðin enn betri, þó að sumir hafi skemmt sér betur en aðrir. Magadansmærin sló algerlega í gegn.
Dagur 3:
Taka átti daginn með trompi og fórum því snemma í morgunmat vegna þess að Muhammed bílstjórinn okkar var búinn að redda Yasser bróður sínum til að keyra þau okkar sem ekki hefðu áður farið að Pýramídunum og mæting á bílastæði var 09:30.
Þorgeir, Hjörtur, Fía, Stulli, Helga, Vilborg og Jakob röðuðu sér í leigubílana og var byrjað á að fara í pappírsverksmiðju sem sýndi okkur hvernig hinn forni papírus var búinn til anno domino - mjög fræðandi - síðan var að öllu afli reynt að selja okkur egypskar myndir málaðar á papýrus að hætti fornra siða. Sumir versluðu og aðrir ekki.
Rétt fyrir klukkan 11 vorum við mætt til úlfaldaleigjandans og hver og einn fékk sinn úlfalda til að ríða á í átt að Pýramídunum. Það var mikið upplifelsi að sitja á þessum dýrum og þá sérstaklega að sitja þá þegar þeir standa upp og leggjast niður á hnén. Óþarfi var að vera hræddur því dýrin eru vön og þægileg þó allir væru með vara á sér - nema kannski Hjörtur sem óður reyndi að koma sínu dýri til að hlaupa með hann. Tókst það ekki betur en svo að þegar hann skipaði úlfaldanum að hlaupa þá lagðist það niður.
Pýramídarnir eru eitt af undrum veraldar - þrekvirki almúgans - sem var síðan drepinn eftir gerð pýramídanna vegna þess að ekki mátti segja frá leindarmálinu. Sphinx-inn er líka falleg sjón en á hinn bóginn þá fannst okkur öllum illa hirt um allt í kringum þennan mikla ferðamannastað.
Vorum á úlföldunum í tæpar 3 klukkustundir og héldum síðan með Muhammed og Yasser áleiðis uppá hótel. Mikil mengun er hér í Kairó og umferðarmenningin er engin þ.e. allir bara troða sér og flauta á alla hina. Þó að það séu 3 akgreinar þá bara búa ökumenn til 2 í viðbót.
Borðuðum á hótelinu og fóru allir síðan á sinn stað að pakka fyrir næsta legg ferðarinnar - SEVILLA.
Bestu kveðjur til allra.
Áhöfn FI-1444
Upplýsingar um Kairó - Egyptaland:
Flatarmál með jaðarsvæðum er 1.001.449 km². Íbúafjöldi árið 2008 var rétt um 88 milljónir en Egyptum fjölgar að meðaltali um rúmlega 1 milljón á ári. Landið varð sjálfstætt sem konungsríki árið 1922 og lýðveldi árið 1954. Opinbert nafn þess er Hið arabíska lýðveldi Egyptaland (El-Dschumhurija Misr El-Arabija). Landið skiptist í 21 stjórnsýslusvæði eða héruð og fjögur landamærasvæði. Aðeins 3,5% landsins eru ræktanleg og þar búa 98% þjóðarinnar.
Kaíró er í 20 m hæð yfir sjávarmáli. Íbúafjöldinn er 8 milljónir í borginni sjálfri en nálægt 16 milljónum í Stór-Kaíró. Höfuðborg landsins heitir El-Kahira eða Misr el-Kahira á arabísku. Hún er stærsta borg meginlands Afríku og er nefnd 'Hlið Austurlanda' milli hins kristna heims og hins islamska. Miðja borgarinnar er á hægri bakka Nílar, 20 km sunnan kvíslasvæðis óshólmanna, þar sem áin kvíslast í Damiettu og Rosettu.
Fjórða höfðingjaættin lét reisa pýramídana á árunum 2.750-2550 f.Kr. Þeir eru meðal elztu mannvirkja, sem enn þá standa, í heiminum. Grikkir og Rómverjar töldu þá meðal sjö undra veraldar og enn þá er dáðst að tækniafrekinu við byggingu þeirra og valdi faraóanna, sem höfðu tugþúsundir þræla og þegna í vinnu við gerð þeirra. Ekki er ljóst, hvort stærð þeirra er í hlutfalli við völd hvers faraóanna, sem létu reisa sér svona vegleg grafhýsi.
Pýramídarnir eru byggðir úr kalksteini frá vesturhluta Nílardalsins, lagðir með fínslípuðum, hvítum kalksteini eða graníti. Yngri pýramídarnir eru plássminni að innan en hinir eldri. Inni í þeim eru grafhýsi, dýrkunarklefi (hinn látni var í guðatölu) og klefar fyrir dýrgripi, sem grafnir voru með faraóunum. Allir þessir klefar voru neðanjarðar í eldri pýramídunum og allir inngangar eru úr norðri. Helgidómur hvers þeirra er í austurhlutunum. Súlnagöng (fyrst opin, síðar lokuð) tengdu dalhof niðri í dalnum við pýramídana.
Keopspýramídinn er hinn stærsti. Keops (Kúfu) lét reisa hann og Fornegyptar nefndu hann 'Echet Chufu', sjóndeildarhring Kúfus. Samkvæmt Heródusi II (124-125) unnu við hann 100.000 manna vaktir allt árið, hver í þrjá mánuði í senn.
Kafrapýramídinn, sem Fornegyptar kölluðu Uer-Chefre (Kafra er mikill), er 160 m frá suðvesturhorni Keopspýramídans. Kafrap. stendur hærra og virðist því hærri.
Mykerinospýramídinn, 62 m hár.
Svingsinn, sem höggvinn var úr kalkklöppinni á staðnum í líki ljónsskrokks með höfuð faraós (e.t.v. Kafra), er beint norðvestur af dalhofi Kafrapýramídans. Hann er annað merkasta undur Egyptalands. Veðrun hefur eyðilegt svingsinn verulega en stöðugt er unnið að viðgerðum. Lengd hans er 73,5 m og hæðin 20 m.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.2.2009 | 16:16
DUBAI - U.A.E. 5 - 7 febrúar 2009.
Komin til Dubai
Lentum í Dubai um kl: 18:00 og vorum komin uppá hótel um klukkan 21:00. Allir frekar þreyttir eftir langan en skemmtilegan dag - þar sem við fórum að skoða einn fallegasta stað í heimi = Taj Mahal.
Næsta morgun var farið í morgunmat og haldið af stað í skoðunarferð. Vorum búin að ákveða að fara örugglega að skoða Burj Arab og Emirates Mall þar sem skíðabrekkan er staðsett. En við gátum ekki hafnað boði hótelsins að fá einkabílstjóra og skoða allt sem hægt er að skoða í Dubai á einum degi.
Skelltum okkur á hótel-bílinn og byrjuðum á því að skoða höfnina, minjasafnið sem var að mestu leiti lokað vegna þess að það var föstudagur (frídagur múslima), Burj Arab hótelið við ströndina, The Palm = heimtilbúna pálmann, Atlantis hótelið sem er við enda The Palm, Twin Towers of Dubai, Emirates Mall þar sem skíðabrekkan er, Burj Dubai sem er stæðsta bygging heims (í augnablikinu), Dubai Mall (sem er nýopnað og stærra en Mallið með skíðabrekkunni) og að lokum fórum við í Souk og röltum þar um á markaðnum í rúma klukkustund.
Ferðin átti að vera létt og laggóð en þegar að degi var farið að halla þá tók þetta allt saman næstum 8 klukkustundir og vorum við ekki komin inn á hótel fyrr en að klukkan var langt gengin átta um kvöldið. Lítið var gert eftir heimkomu vegna þess að vakning fyrir næsta flug til Cairo var klukkan 06:00.
Fía og Stulli skelltu sér á Kamelinn....
The Palm of Dubai.
Kíkið á myndir sem eru undir Dubai möppunni.
Einnig vermir það hjartarætur okkar að lesa gestabókina og kveðjurnar frá ykkur öllum sem hafið gefið ykkur tíma til að senda kveðju.
Ástarkveðjur til allra heima í snjónum á Fróni........
Dubai er eitt hinna sjö Sameinuðu arabísku furstadæma og hið næststærsta að íbúafjölda. Heildarflatarmál þess er 3900 km². Það er nokkurnveginn ferhyrnt í lögun og 72 km þess liggja að Persaflóa. Höfuðborgin er Dubayy-borg, sem er stærsta borg bandalagsríkjanna. Hún er við vík í norðausturhluta landsins. Rúmlega 90% íbúanna býr í höfuðborginni og nágrenni hennar. Dubayy er umlukt Abu Dhabi furstadæminu til suðurs og vesturs og ash-Shariqah til austurs og norðausturs. Al-Hajarayn í Wadi Hattá, 40 km frá næsta yfirráðasvæði Dubayy, tilheyrir furstadæminu.Burj Al Arab turninn sem enn er í byggingu var í september s.l. talinn vera 688 metra hár og er stærsti manngerði turn í heimi.
Árið 1966 fannst olíulindasvæðið Fath (Fateh eða Fatta) á hafsbotni í Persaflóa í kringum 120 km vestan Dubayy-borgar, þar sem ríkið hafði veitt einkaleyfi til rannsókna og olíuvinnslu. Á áttunda áratugnum var komið þar fyrir þremur 500 þúsund tunna geymum á hafsbotni. Þeir eru í laginu eins og kampavínsglös á hvolfi og eru almennt kallaðir Pýramídarnir þrír. Áætlaðar olíubirgðir landsins eru í kringum tuttugasti hluti birgða nágrannans Abu Dhabi en tekjurnar af olíunni og verzlun hafa gert Dubayy að auðugu ríki. Síðla á áttunda áratugnum var byggð álverksmiðja og gasstöð í grennd við Dybayy-borg. Borgin er mjög nútímaleg og utan hennar er millilandaflugvöllur. Ný hafskipahöfn, Rashid-höfn, var opnuð 1972 og þar er hægt að taka risaolíuskip í slipp síðan 1979. Dubayy-borg er tengd malbikuðu vegakerfi við Ras al-Khayman-borg og Abu Dhabi-borg. Áætlaður íbúafjöldi borgarinnar 1980 var 270 þúsund og alls í furstadæminu hálf miljón.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2009 | 08:25
Taj Mahal 5 febrúar 2009
Fórum frá Jaipur eldsnemma um morguninn 5. febrúar áleiðis til TAJ MAHAL. Þurftum að bíða dágóða stund á flugvellinum í Jaipur vegna þoku á flugvellinum í Agra. Agra er borgin þar sem TAJ MAHAL er staðsett. Loksins létti til í Agra og áfram héldum við. Flugið tók 45 mínútur og stoppað var í 4 klukkustundir á meðan farþegar fóru í skoðunarferð og var okkur einnig útvegaður farastjóri til að skoða herlegheitin.
Áhöfnin mætti í búiningum og var Vilborg í Sari, Sturla í indverskum spariklæðnaði, Helga og Fía í indverskum sérsaumuðum búningum sem fengust að láni frá fyrrum heimsferðarförum og Þorgeir, Jakob og Einar voru með sérsniðna indverska hatta keypta á markaði. Hægt er að fara inná myndaalbúm og skoða myndir af okkur.
Það eru ótrúlegar andstæður sem maður sér á þessum stutta tíma - bæði fátækt og ríkidæmi. Að sjá höllina með eigin augasteinum og hugsa um allt það erfiði sem 20.000 vinnumenn unnu við á tveimur vöktum 24/7 í nær 23 ár - er alveg ótrúlegt - en gleður augað.
Taj Mahal, Agra, Indland
Taj Mahal er leghöll í Agra á Indlandi sem Mógúlkeisarinn Shah Jahan lét byggja í minningu um persneska eiginkonu sína, Mumtaz Mahal. Höllin var 23 ár í byggingu (frá 1630 1653) og er meistaraverk mógúlskrar byggingarlistar.
Hráefni
Efniviðurinn í höllina var fluttur frá gervöllu Indlandi og öðrum hlutum Asíu. Yfir 1,000 fílar voru notaðar til að flytja bygginarefni meðan á framkvæmdum stóð. Hvíti marmarinn var fluttur frá Rajasthanhéraði, jaspisinn frá Punjabsvæðinu, jaðinn og kristallarnir frá Kína, túrkísinn frá Tíbet, asúrsteinarnir frá Afganistan, safírinn frá Srí Lanka og kalsedónsteinarnir frá Arabíu. Allt í allt voru 28 gerðir af gimsteinum greyptir í marmarann. Höllin kostaði allt í allt 40 milljón rúpíur en á þeim tíma kostaði gramm af gulli um 1,3 rúpíur.Sagan bak við Taj Mahal :
Taj Mahal er oft sagt vera glæstasti minnisvarði um ást fyrr og síðar og kallað Ástarhofið í því samhengi og er eitt af sjö undrum veraldar. Taj Mahal er þó ekki hof heldur grafhýsi. Forsaga byggingarinnar er sú að seinni kona Mógúlsins Shah Jahan, Mumtaz Mahal, lést af barnsförum. Jahan elskaði hana afar heitt og var heltekinn af sorg eftir dauða hennar, sagt er að hann hafi orðið gráhærður á einni nóttu. Eftir það lét hann reisa hið stórkostlega grafhýsi Taj Mahal til minningar um hina heittelskuðu konu sína og jarðaði hana þar. Það tók 20 þúsund vinnumenn 22 ár að byggja grafhýsið en þeirri vinnu var lokið árið 1654.Taj Mahal er byggt úr hvítum marmara skreytt margvíslegu skrauti úr dýrum eðalsteinum og þar er einnig mikill hluti Kóransins greyptur í svartan marmara. Bannað er að ganga um Taj Mahal á skóm; fólk verður annað hvort að smeygja hlífum á skóna eða ganga berfætt um marmaragólfin.Kveðjur frá okkur til allra heima - Næsti áfangastaður er DUBAI.
Ferðalög | Breytt 9.2.2009 kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2009 | 13:42
JAIPUR - INDLAND 2 - 5 febrúar 2009
Fórum í morgun 3. febrúar í einn sight-seeing túrinn enn á slaginu 09:30. Fengum Abercrombie & Kent fararstjóra í ferðina með okkur sem var alveg frábær og vill láta kalla sig VK. Þessi maður var hafsjór af fróðleik um Jaipur og kom maður hvergi að tómum kofanum hjá honum enda kennari við háskólann hér í Jaipur.
AMBER FORT
Við keyrðum að AMBER FORT kastalanum sem er staðsettur rétt utan við Jaipur. Byrjað var að byggja kastalann fyrir Sawai-Raja Maan Singh Ji sem varCommander in Chief of Maughal Emperor Akbar árið 1592.
Jakob flugvirki að reyna við eiturslönguna í körfunni.
Allan ársins hring eru gangi viðgerðir á Amber Fort og engar vinnuvélar notaðar heldur einungis mannshöndin þar að verki. Konur voru við vinnu að slétta moldarundirstöður vegna endurnýjunar á útiplani og notuðu þær bambusstangir og börðu á raka moldina allan daginn. Auðvitað furðuðum við okkur á þessari vinnuaðferð og afhverju ekki bara að fá "þjöppu" til að klára dæmið.... Nei allt er gert í upprunalegri mynd og engar vinnuvélar koma þar nálægt. Aðferðin við alla endurgerð á kastalanum má segja að sé "náttúruleg" því mest er notað af gúmmíi, sítrónusafa, jógúrti, laufblöðum, salti og kryddjurtum.
Byrjuðum við á því að fara á fílsbak upp á topp kastalans og var það ótrúleg lífsreynsla.
Skoðuðum við síðan kastalann fram og tilbaka undir leiðsögn VK og má segja að á þessum tíma hafi kóngarnir baðað sig í gulli og gimsteinum á meðan almúginn vann hörðum höndum.
Fórum einnig að skoða Hawa Mahal sem er 5 hæða bleik bygging byggð fyrir prinsessur þar sem þær sátu og horfðu út um gluggana á húsinu niður á almúgann því ekki máttu þær vera á meðal almúgans.
Næsti áfangastaður var Jal Mahal. en þetta er höll sem var byggð fyrir konungsborið fólk á andarveiðum. Höllin er umvafin stóru vatni gert af almúganum hér í Jaipur á 18 öld.
Farið var í hádegismat á góðum indverskum veitingastað þar sem sumir fengu sér lófalestur og aðrir bara hreinlega slökuðu á í hitanum og horfðu á brúðuleikhús.
Stjörnufræðisafnið var heimsótt og má segja að það sé undravert hvernig hægt var að byggja þvílík kennileiti til að lesa stjörnurnar og tímatal.
Jal Mahal
Stjörnufræðisafnið
Að lokum skoðuðum við konungshöllina Jantar-Mantar City Palace í Jaipur sem er jafn mikilfengleg og allt annað sem viðkemur konungsfjölskyldunni.
Eftir langan dag fóru sumir á markað og þá helst var það cabin crew en aðrir fóru uppá hótel í siestu og kvöldverð.
4. febrúar 2009.
Sumir fóru að skoða mannlífið í Bleiku borginni (Pink City). Aðrir fóru í göngutúr og leikfimi og sumir fóru í sólbað enda munum við taka daginn snemma í fyrramálið því brottför á bíl er 05:45 og ferðinni heitið til TAJ MAHAL í fjórar klukkustundir og síðan áfram flogið til Dubai - United Arab Emirates.
Sjáumst aftur í Dubai finnst okkur vandamenn, vinir og samstarfsmenn ekki vera nógu duglegir að blogga til okkar kveðjum........ Upp með bloggið .............
Bestu kveðjur til allra
Áhöfn FI-1444
Indverski fáninn Jaipur fáninn
Jaipur is the first planned city of India, located in the desert lands of Rajasthan. The city that once had been the capital of the royalty, now serves as the capital city of Rajasthan. The very structure of Jaipur resembles the taste of the Rajputs and the Royal family. In the present date, Jaipur is the major business centre for the natives of Rajasthan with all requisites of a metropolitan city. The city of Jaipur, painted in pink, grasp the appreciation of every visitor. One can see that hoary charm still alive in the avenues of Jaipur.
The active streets of Jaipur get plenty of visitors, every year at their footsteps. The Ancient Testimonials in the form of mind-blowing monuments remind one of the past ages. The city comprises the famous structures like Hawa Mahal, City Palace and Amber Fort, the best architectural examples of India. Artistic temples and gardens of Jaipur, marks the atmosphere of serenity and aestheticism to the lands of Rajasthan. The lively city observes its ethnicity by celebrating various festivals like Kite festival, Elephant festival and many others, of Indian origin.
All theses features make Jaipur, one of the most sought after tourist destinations of Rajasthan, India. The glorious city boasts of its cultural heritage from every nook and corner. Jaipur is the reservoir of Indian customs, traditions, civilization and legacy. Jaipur lies at a distance of 260 kms from Delhi, the capital of India and the city is well-connected with other major cities of India. Every year, People across the globe come to experience this royal capital city of Rajasthan. Á Indlandi eru töluð um 350 tungumál - Ríkismálið er Hindi
Jaipur Location
Location: | 26° 92' N 75° 82 E |
Altitude: | 431 m above sea level |
Area: | 200.4 sq. kms. |
Jaipur is the capital city of Rajasthan, a state in the Northern part of India. The pink city would have been a part of Thar Desert, if the Aravalli Hills have not separated them. As a result, Jaipur is located under the kind protection of Aravalli Hills. Under the terms of geography, Jaipur extends from latitude 26.92 degrees in the north to longitude 75.82 degrees in the east. The city covers an area of 200.4 sq kms and lies at an altitude of 431 m above sea level.
Talking about the geographical location of Jaipur, India, the city is situated in the northern part of India. Jaipur is located in a very dry and sandy area. The pink city of Jaipur is located at a comfortable distance of about 258 kilometres from Delhi, 232 kilometres from Agra, 350 kilometres from Gwalior and 405 kilometres from Udaipur. Jaipur is well-connected with all major cities of the country by air, rail and road. http://www.jaipur.org.uk/location.html
- Allt að 80% Indverja eru hindúatrúar - Hindúasiður er elstur af algengustu trúarbrögðum nútímans - Helstu guðir hindúa eru Shiva og Vishnu.
Ferðalög | Breytt 8.2.2009 kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.2.2009 | 16:21
Bangkok - Jaipur, Indlandi 2. febrúar 2009
Brottför frá hóteli í Bangkok 8.00 um morguninn, en við máttum alls ekki missa af morgunmatnum á þessu geðveika hóteli, þannig að við lögðum það á okkur að vakna hálftímanum fyrr en við þurftum.
Það var virkilega erfitt að yfirgefa þetta frábæra hótel, versta við það var að það er í mjög áhugaverðri borg, þannig að maður getur ekki leyft sér að hanga bara uppi hóteli.
Umferðin í Bangkok er ótrúleg þannig að við fórum frá hótelinu fjórum og hálfum tíma fyrir brottför. Einar notaði tímann til þess að taka video af áhöfn og því markverðasta sem að fyrir augu bar. Við flugum út frá gamla flugvellinum, frekar súrealískt að ganga í gegnum svefnflugvöll sem að iðaði af lífi fyrir nokkrum árum, en ér núna eingöngu notaður fyrir einkavélar. Fólkið sem að sér um okkur hér í Bangkok er ofboðslega yndælt og reddar öllu, því að það eru ótrúlegustu hlutir sem að geta komið upp á í svona ferð og mörgu þarf að redda.
Við fengum Thailenska blaðamenn um borð fyrir brottför, sem að komu til þess að kynna sér A&K og tókum við á mót þeim með virktum. Farþegarnir okkar áttu ekki orð þegar að við tókum á moti þeim í búningunum sem að við höfðum keypt í Bangkok og vorum við vægast sagt með frosið bros eftir allar myndatökurnar. Flugið var rúmlega fjórir tímar og slógu Maggi og Gunni gjörsamlega í gegn með frábærum mat, allir diskarnir komu nánast sleiktir inn í eldhús.
John, einn farþeginn okkar, hafði átt afmæli í Bangkok og höfðu kokkarnir reddað afmælistertu sem að við bárum fram eftir mat undir forsöng Helgu sem að söng í P.A. afmælissönginn fyrst á íslensku og síðan á ensku. John er gjörsamlega heillaður af íslendingum og heldur því fram að ef sum amerísk flugfélög hefðu fólk eins og okkur væru þau í bullandi gróða.
John afmælisbarn
Við lentum í Jaiphur kl. 14.50 en vorum komin upp á hótel um 19.00. Indverska aðferðin tekur ótrúlega langan tíma. Á morgunn er stefnan tekin á skoðunarferð þannið að enginn fær að sofa út, enda ekki ástæða til við sofum bara þegar að við komum heim.
Myndir koma inn um leið og niðurhal tekst.
Þangað til næst..... bestu kveðjur.
Áhöfn 1444 - kveður frá Jaipur, Indlandi.
Ferðalög | Breytt 4.2.2009 kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.2.2009 | 17:59
BANGKOK 30 jan - 2 feb 2009
Halló allir vinir, vandamenn og samstarfsfélagar.......
Gengið hefur illa að halda sambandi við umheiminn hér í Bangkok þar sem nettengingin hefur ekki verið að halda okkur tengdum nógu lengi til að klára bloggið og senda það. Það tekur langan tíma að hala niður myndirnar og stundum koma þær ekki inn þó að við eyðum nokkuð löngum tíma í þá vinnu.
Annars er allt gott af okkur að frétta. Komum til Bangkok 30. janúar eftir langt flug frá Sydney með viðkomu í Darwin til að súpa smá auka eldsneyti og síðan áfram til Bangkok. Nú er aðeins +7 klst tímamismunur og erum við ávallt að færast nær tímanum á Íslandi.
Við eyddum fyrsta deginum hér í Bangkok að fara í MBK (Mallið) og kíkja á klæðskera - hér fæst allt sem gleður augað og ef eitthvað vantar þá er það bara búið til á staðnum. Sumir voru í búðum en aðrir í sólbaði á glæsilega hótelinu sem við gistum á (Millennium Hilton) og enn aðrir fóru í skoðunartúr. Um kvöldið fórum við öll saman út að borða á Thai-veitingastað þar sem allir borðuðu á sig gat......
Seinni dagurinn var nýttur nær eingöngu í bátsferð og skoðunarferðir og einstaka meðlimur fór aftur í BMK.
Leggjum í hann til Jaipur, Indlandi eldsnemma í fyrramálið og vonumst við til að við getum farið að henda inn fleiri myndum hér á þessu bloggi.
Ástar- og saknaðarkveðjur til maka og barna. - Bestu kveðjur til vina. - Vinnukveðjur til vinnufélaga.
INFORMATION:
Thailenski fáninn
Bangkok fáninn
Bangkok:Á síömsku heitir borgin Phra Nakhon Krung Thep, sem þýðir Himneska borgin" eða Borg englanna". Íbúafjöldinn er u.þ.b. 7 milljónir og 65% þeirra eru af kínverskum uppruna. Hún er höfuðborg landsins og þar er konungshöllin . Borgin stendur við ána Chao Phraya (Menam). Hún er miðstöð stjórnar, menningar og viðskipta landsins. Flugvöllur hennar, Don Muang, er hinn stærsti í Sa-Asíu
Kjarni borgarinnar, sem stofnuð var árið 1782, er umflotinn bugðu árinnar Chao Phraya, er u.þ.b. 13 km² að flatarmáli og þar búa u.þ.b. 120.000 manns. Frá 1900 stækkaði borgin í allar áttir meðfram skurðum (klongs) og götum. Hin nýja Bangkok (Bangkok metropolis) er u.þ.b. 1565 km² að flatarmáli. Frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar hefur íbúafjöldi borgarinnar næstum áttfaldast.
Í gamla borgarkjarnanum er m.a. konungshöllin, mikilvæg hof, klaustur, söfn, leikhús auk ráðuneyta og fagurgrænna, ræktaðra torga. Sunnan gamla kjarnans er kínahverfið, Sampeng, sem þekkist á fjölda verzlanaholna og vöruhúsa.
Rúmlega 10 milljónir búa í Bangkok.
Ferðalög | Breytt 3.2.2009 kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.1.2009 | 10:31
Sydney 27 til 30 janúar 2009
Lögðum eldsnemma af stað frá Samoaeyju til Sydney. Það var grenjandi rigning á Samoa og varla hundi út sigandi. Maggi klæddi sig að sið eyjaskeggja, þ.e.a.s. í "pils" og var mjög erfitt að þekkja hann frá öðrum Samoum - nema að litarháttur Magga er aðeins ljósari og Maggi örlítið hærri til hnésins.
MAGGI flottur í SAMOA PILSI......
Kvöddum Samoaeyju klukkan 10 um morguninn 26 janúar - en klukkustund síðar flugum við yfir "daglínuna" sem er mitt á milli Samoa og Fiji - þegar yfir daglínu var komið þá var einnig kominn hjá okkur annar dagur þ.e. 27. janúar. Þegar við vorum á Samoa þá var tímamismunur á Íslandi og Samoa +11 klukkustundir en eftir að hafa flogið yfir daglínuna þá var tímamismunur á Íslandi -11 klukkustundir. Vonandi skilst þetta en það er í raun skrítið að fljúga yfir einhverja ímyndaða línu og tapa heilum sólarhring...... og við lentum í Sydney 14:25 en fórum út úr vélinni þegar klukkan var langt gengin sex því að allir þurfa að taka til hendinni við að hafa flugvélina tilbúna fyrir næsta legg ferðalanga okkar sem virðast yndislegri með hverju flugi.
Gunni, Jakob, Vilborg, Fía, Stulli og Helga
Einar Dagbjarts var flugstjóri ferðarinnar og bauð hann Mrs. Mieke og báðum sonum hennar, þeim Nick og Stan, að snæða með sér "Captains dinner" í THE DINNER LOUNGE sem fjölskyldan þáði með þökkum og má segja að Einar hafi bókstaflega slegið í gegn á sinn einstaka máta í Samoa-pilsinu sem flugfreyjurnar keyptu á hann í regnskóginum.
Fyrsta daginn í Sydney fór allur hópurinn í einskonar hop-on & hop-off SIGHT-SEEING og eyddum við öllum deginum í að skoða down-town Sydney, Óperuhúsið, labba yfir Sydney Harbour Bridge og Sigla til Manly sem er fallegur bær hinumegin flóans. Enduðum frábæran dag niðri á höfn með úsýni yfir Óperuhúsið þar sem við borðuðum steik og kengúru.
Annan daginn var aftur arkað af stað í Sight-Seeing-túr en þennan dag var kosið að taka Bondi Beach leiðina. Flugstjórnarklefinn kaus stuttu leiðina þ.e. leigubíl beint á ströndina en cabin crew kaus sight-seen leiðina sem var bara geðveik og komumst við að þeirri niðurstöðu að Sydney er fallegasta borg sem við höfum heimsótt. Hittumst öll og fengum okkur pizzu á Bondi Beach og síðan var haldið upp á hótel vegna þess að leggurinn til Bangkok er á næsta leiti og langur dagur framundan.
Þegar farþegar mættu til flugs til Bangkok þá tók áhöfnin á móti þeim með ástralska mosquitofæluhatta á höfði..... við mikinn fögnuð farþega....
Helga, Gunni, Fía, Jakob, Vilborg, Maggi og Stulli.
Until Bangkok - LUV - Áhöfn FI-1444
Sydney er höfuðborg fylkisins New South Wales og stærsta borg landsins á suðausturströnd Ástralíu. Höfnin er mikilfengleg og lega hennar mikilvæg. Hún er einhver mikilvægasta höfn við Suður-Kyrrahafið. Í upphafi 19. aldar, þegar þarna var aðeins lítil fanganýlenda og fyrstu landnemarnir höfðu lítt sinnt könnun innlandsins, voru þegar kominn á viðskipti við eyjarnar í Kyrrahafi, Indland, Kína, Suður-Afríku og Ameríku.
Það er alltaf tilkomumikið að sjá Sidney úr lofti eða frá sjó við komuna þangað. Borgin er byggð á lágum hæðum í kringum gríðarstóra höfn með óteljandi bryggjum og víkum og brúin yfir hana er mest áberandi mannvirkið. Hún er meðal stærstu hengibrúa heims. Óperuhúsið dregur einnig til sín athyglina vegna byggingarstílsins og stærðar. Það lítur út eins og skeljum hafi verið raðað saman og minnin einnig á segl.
Official Name: Commonwealth of Australia Total Area: 7.74 million square kilometers °Administrative Divisions: six federal states (New South Wales, Victoria, Queensland, South Australia, Western Australia and Tasmania) and two territories (Australian Capital Territory and Northern Territory)
Head of State: British Monarch Head of Government: Prime Minister
Capital: Canberra Major Cities: Sydney, Melbourne, Perth, Brisbane, and Adelaide.
Language: English Religion: Christianity Currency: Australian Dollar (A$)
Population: 20.2 million Literacy: 100 percent
Ferðalög | Breytt 4.2.2009 kl. 06:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Abercombie & Kent American Express Heimsferð 21. jan - 13. feb 2009
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefslóð Icelandair
- MyWork
- Loftleiðir Icelandic Charter
- Ferðaskrifstofan
- Flugfreyjufélag Íslands
- Félag Íslenskra Atvinnuflugmanna
- Dagblaðið Vísir
- Morgunblaðið
- Afríkuferð febrúar 2009 - 13 feb - 8 mar 2009
- Heimsferð Febrúar 2008 - FI - 1452
- Heimsferð Desember 2008 - FI - 1442
- Heimsferð Október 2008 - FI - 1440
- Heimsferð Des 2008 - Jan 2009. Asíu - Heimsferð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar