28.1.2009 | 00:17
SAMOA 24 - 26 janúar 2009
AF OKKUR:
Við lögðum af stað frá Páskaeyju 24. janúar um hádegisbil og lentum á Samoaeyju (Upolu) á flugvellinum í APIA um kvöldmatarleitið. Ferðin gekk að óskum og Jeremy fararstjóri hrósaði okkur í hástert fyrir frábæra þjónustu.
Einn farþeginn okkar, hún Meg, átti afmæli og frábæru kokkarnir, þeir Maggi og Gunni, bökuðu afmælistertu. Vilborg snillingur skellti sér í fjaðrabúning að hætti Rapa Nui eyjaskeggja, afhenti afmælisbarninu kökuna og áhöfnin söng afmælissönginn á íslensku og ensku. Farþegum fannst uppátækið frábært og keppast nú við að láta okkur vita af sínum afmælisdögum.
Eftir langan dag fóru allir í koju og slefuðu í koddan fram eftir morgni. Hittumst í morgunmat og örkuðum á ströndina. Sem betur fer var sunnudagur og allar búðir eyjunnar því lokaðar. Við snorkluðum á ströndinni og sáum Nemu og alla hina fallegu fiskana ásamt ógleymdum litríkum kóralrifjum. Sumir komu brenndir heim þrátt fyrir vörn númer 60+ , en aðrir voru bleikir og fallegir með skrámur eftir að hafa komist í snertingu við hárbeitt kóralrifin.
Flugmanna áberingur á ströndinni.
Einar Dagbjarts er yfirsólarvarnarberarí flugstjórnarklefa og bar hann vörn númer 60 á Hjört sem er skaðbrunninn á skalla, sál og líkama. Spurning er að reka Einar úr jobbinu....
Helga, Stulli, Fía og Vilborg leigðu sér síðan bílaleigubíl eftir hádegi og keyrðu um hálfa eyjuna og var það svo sannanlega ferð sem ekki gleymist í bráð og náðum meira að segja að fara í sunnudagsmessu með innfæddum.Snæddum kvöldverð á Aggie Grey´s hótelinu og fórum snemma í koju því wake-up var 05:45 næsta morgun.
Næsti áfangastaður er SYDNEY ..... ÁSTRALÍA.
Kveðjur til allra heima.
SAMOA
Samóa eða Samóaeyjar er eyríki og eyjaklasi í Suður-Kyrrahafi. Áður var ríkið þekkt sem Þýska Samóa frá 1900 til 1914 og síðan Vestri-Samóa frá 1914 til 1997. Í eyjaklasanum eru tvær stórar eyjar, Upolu og Savai'i, sem saman mynda 96% af flatarmáli eyjanna, og sjö smáeyjar.Íbúarnir eru af austurpólínesískum stofni. Tungumál þeirra, sem er talið vera elzta pólínesíska málið er skylt maorísku, hawaísku, tahitísku og tongantungu Á Vestur-Samóaeyjum eru fiskveiðar og skógarhögg aðalatvinnuvegirnir. Þar eru líka ræktaðar kókoshnetur, bananar og kakó til útflutnings. Ferðaþjónustu fór að vaxa fiskur um hrygg eftir 1970.
Íbúar Samoaeyja er u.þ.b 180.000 manns.
Ferðalög | Breytt 4.2.2009 kl. 07:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2009 | 17:35
ENN OG AFTUR.... PÁSKAEYJA.... 21 - 24 jan 2009
23. janúar 2009.
!!! Loksins kom myndin !!!!
Fía vaknaði eldsnemma (06:30) hún fór út að hlaupa með farþegunum en síðar þá fór hún líka í Thai-Chi með sama fólki en þó mættu Stulli og Hjörtur líka í Thai-Chi og Helga kom korter of seint en mætti þó.... Vilborg ætlaði að mæta - og treysti á að Þorgeir myndi vekja hana en hann svaf yfir sig sem þýddi að Vilborg svaf líka yfir sig og er ennþá .... fúl .... og brjáluð út í hann.
Fórum síðan niður í Hanga Roa ( sem er höfuðborg Páskaeyju) og vorum mætt þar klukkan 10:00 og tókum okkur á leigu mótorhjól og scooters. Við eyddum deginum í að hjóla á þessum farartækjum um alla eyjuna og skoða allt það sem markvert var að skoða ÞETTA VAR FRÁBÆR DAGUR HJÁ OKKUR ÖLLUM - OG MESTA UPPLIFUN SEM VIÐ HÖFUM LIFAÐ NORÐAN ALPAFJALLA.
Komum úr ferðinni alsæl og drulluskítug klukkan 19:45 og mættum í GALA-DINNER. 20:16 uppstríluð og fín í boði A&K þar sem við snæddum frábæran kvöldverð og tókum þátt í skemmtiatriðum kvöldsins og má segja að áhöfnin hafi verið sérstaklega tekin fyrir því að ýmsir taktar voru sýndir á þessu showi.......Þar sem að hér er ekkert sjónvarp, internet, útvarp, GSM samband og oft rafmagnslaust þá komum við til með að hala niður myndum síðar........ og bíðið bara.....
Höldum ferð okkar áfram í dag til Samóa-eyju (West Samoa) - Heyrumst aftur þá....
Frá áhöfn FI - 1444Ferðalög | Breytt 3.2.2009 kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.1.2009 | 17:15
ISLA DE PASCUA - TE PITO O TE HENUA = Nafli alheimsins.
Halló allir....... aftur.....
Loksins komumst við í tölvu..... og komin til Rapa Nui = Páskaeyju (að hætti Dillýar).
Lentun á Páskaeyju 04:10 en komumst ekki uppá hótel fyrr en klukkan löngu síðar vegna þess að töskurnar okkar komust ekki á hótelið fyrr en um klukkan 08:00 en þá bara biðum við og biðum og tókum smá de-briefingu á meðan.
Sama dag var okkur boðið í strandpartý af Abercombie & Kent klukkan 12:45 og mættum við að sjáfsögðu á réttum tíma eftir mjög lítinn svefn. Ströndin heitir ANAKENA BEACH og þar eyddum við deginum við söng, dans, mat, drykk, sól, sand, kajak, snorkling o.fl. Frábær dagur hjá okkur......Um kvöldið var okkur boðið af ferðaskrifstofunni í Gala-dinner með farþegum og þar borðuðum við mat að hætti innfæddra sem okkur fannst allgjör upplifun. Skemmtum okkur konunglega - að hætti Icelandair áhafna.......
Chile - Páskaeyja er undir stjórn Chile.
Rapa Nui Flag = Easter Island á þeirra máli.
Páskaeyja (e. Easter Island) er 166 km2 eyja á Kyrrahafi. Hún er tæplega 4.000 km fyrir vestan Síle í Suður-Ameríku og hefur verið undir stjórn Síle síðan 1888. Eyjan kom upp úr hafinu fyrir rúmum 10.000 árum.
Fornleifar benda til þess að eyjan hafi verið uppgötvuð af Pólýnesíumönnum um 400 árum eftir Krist. Hæsti tindur eyjarinnar er Rano Aroi sem er 539 m hár.
Hollendingar voru fyrstu Evrópubúarnir sem heimsóttu eyjuna, það var árið 1722, og þeir nefndu hana Páskaeyju (Paaseiland) vegna þess að þeir komu þangað á páskadag. Á máli frumbyggja nefnist hún 'Rapa Nui' sem þýðir mikla Rapa eða 'Te Pito te Henua' sem merkir nafli heimsins.
Rúmlega 4000 manns búa á eyjunni, nær allir í höfuðstaðnum Hanga Roa.
Heitustu mánuðurnir á Páskaeyju eru janúar, febrúar og mars, þá er meðalhitinn 23° en köldustu mánuðirnir eru júní, júlí og ágúst, þá er meðalhitinn 18°.
Ferðalög | Breytt 3.2.2009 kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2009 | 14:31
LAX - (ACA) - ISLA DE PASCUA
Fyrsti leggurinn okkar frá Los Angeles til Acapulco (millilending) gekk bara thokkalega. Thetta var 3 og hálfur tími og vorum vid ad smyrjast inn.
Seinni legginn tókum vid med trompi thví thá var allt komid í rútínu og má segja ad á thessum legg nádum vid ad "bonda" vid farthegana. Frábaerir farthegar sem vid fengum med okkur í thessa ferd.
Núna í thessum skrifudu ordum sitjum vid i morgunmat a Páskaeyju. Páskaeyja er meiriháttar og her er erfitt ad komast i tolvu - en vid fengum 5 mín - en pontudum tíma í kvold og setjum thá inn meira markvert en myndirnar verda ad bida thar til vid komum til Sidney.
Bestu kvedjur í bili...... IORANA = BLESS á Rapa Nui máli eyjaskeggja. Áhofn 1444 Thetta er linkur á glaesilega hótelid sem vid gistum á í Rapa Nui: http://www.explora.com
Ferðalög | Breytt 24.1.2009 kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2009 | 19:02
KEF - NYC - LAX ...
Hittumst öll í áhafnaherbergi í Reykjavík til að fara yfir ýmsa punkta frá Jenný Þorsteins og mingla aðeins áður en lagt var af stað. Jóna Lár var fyrsta freyjan á flugi okkar til NYC - enda fyrrverandi heimsfari - og gaf hún okkur ýmsar frjóar hugmyndir varðandi ferðina okkar en á hinn bóginn þá höfum við líka hana Vilborgu yfirheimsfara og er hún með þetta allt saman á tæru. Ekki má gleyma kokkinum okkar - honum Magga - sem hefur líka farið áður í heimsferð, þannig að við erum ekkert á flæðiskeri stödd.
Ferðin gekk vel til NYC og allt á tíma eins og Icelandair sæmir nema að það var snjókoma í NYC og þurftum við að sveima yfir vellinum og bíða eftir að komast upp að hliði í u.þ.b. klukkustund. Mikil biðröð var að komast í gegnum útlendingaeftirlitið en í gegnum klíku þá fengum við að fara framfyrir aðra farþega til að ná okkar áframhaldandi flugi til Los Angeles.
Hlupum á milli "terminala" með allan farangurinn og þar að auki 4 kassa af "kavíar" sem við fengum ekki að "tékka inn" en fórum með sem handfarangur um borð í American Airlines flugvélina - ekki við mikinn fögnuð starfsmanna hjá því flugfélagi - en brostum okkur í gegnum það.....
Við lentum í LA klukkan 11:30 og sumir fengu ekki farangur sinn en eigum von á honum í dag.
Hittum Asíu-heimsfarana og Jessicu a la Minneapolis á hótelinu. Fengum stutta briefingu á framkvæmdinni og síðan áttu Asíu-heimsfararnir að leggja af stað í flug áleiðis heim klukkan 05:45. Gaman var að hitta þau og sjá gleðina skína úr andlitum þeirra yfir vel heppnaðri ferð um Asíu. Flottur hópur !!!
Allir voru orðnir nokkur þreyttir við komu til LAX enda klukkan orðin 08:00 á íslenskum tíma þegar lagst var á koddann.
Bestu kveðjur til allra heima við leggjum í hann á í fyrramálið til Páskaeyja.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.1.2009 | 12:49
Áhöfn á flugi FI - 1444 ..... Brottför frá KEF 19. jan 2009
Efri röð frá vinstri:
Jakob S. Þorsteinsson flugvirki, Einar Dagbjartsson flugstjóri, Þorgeir Haraldsson leiðangursstjóri og flugstjóri, Gunnar Laxdal Eggertson asst chef/loadmaster, Magnús Hallgrímsson Chef.
Neðri röð frá vinstri:
Hjörtur Arnar Hjartarson flugmaður, Vilborg Edda Jóhannsdóttir flugfreyja, Hólfríður H. Gunnlaugsdóttir yfirflugfreyja, Helga Guðmundsdóttir flugfreyja, Sturla Óskar Bragason flugþjónn.
Around the World by Private Jet: American Express Travel
Destinations:
Los Angeles, Easter Island, Samoa Apia, Australia Sydney (millilent í Darwin), Thailand Bangkok, India Jaipur með viðkomu í Taj Mahal, Dubai, Egypt Cairo, Spain Seville, New York.
Lagt verður af stað frá Los Angeles 21. janúar 2009.
Hægt er að skoða leiðangur okkar á vefslóðinni: http://www.abercrombiekent.com/travel/index.cfm?fuseaction=dsp_itinerary&tid=3800
Vonumst til að fá kveðjur og aðdáendabréf frá öllu samstarfsfólki, ástvinum, fjölskyldu og vinum og vinsamlega skrifið í GESTABÓKINA !!!
Bestu kveðjur frá okkur í áhöfn FI - 1444
Ferðalög | Breytt 17.1.2009 kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Abercombie & Kent American Express Heimsferð 21. jan - 13. feb 2009
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefslóð Icelandair
- MyWork
- Loftleiðir Icelandic Charter
- Ferðaskrifstofan
- Flugfreyjufélag Íslands
- Félag Íslenskra Atvinnuflugmanna
- Dagblaðið Vísir
- Morgunblaðið
- Afríkuferð febrúar 2009 - 13 feb - 8 mar 2009
- Heimsferð Febrúar 2008 - FI - 1452
- Heimsferð Desember 2008 - FI - 1442
- Heimsferð Október 2008 - FI - 1440
- Heimsferð Des 2008 - Jan 2009. Asíu - Heimsferð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar